Ýmsar hættur stafa af rafbílum en lítið heyrist um það í fréttum. Dæmi eru um að fólk fái raflost þegar það reynir að aðstöða ökumenn rafbíla sem lent hafa í árekstri. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru meðvitaðir um þessa hættu en almenningur ekki. Einnig eru dæmi um eldsvoða í rafbílum af litlu tilefni og rafmagnseldur getur verið erfiður viðfangs ef ekki eru viðeigandi slökkvitæki við hendina.
Engu er líkara en upplýsingum sé leynt viljandi fyrir almenningi í viðleitni til að auka hlut rafbíla á markaði á kostnað hinna hræðilegu mengandi bensín og díselbíla. Reyndar hefur komið fram að hlutur bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti er tiltölulega lítill af heildar losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og t.d. aðeins um 4% á Íslandi.
Í áróðri fyrir notkun rafbíla er oft bent á Noreg í því sambandi. Ýmsar ívilnanir hafa átt sér stað þar til að lokka fólk til að kaupa rafbíla, t.d. minni opinberar álögur, frítt í bílastæði, engir vegtollar o.s.f.v.
Þrátt fyrir þessar ívilnanir fer nú hlutur rafbíla á markaði hratt minnkandi í Noregi, m.a. af ofangreindum ástæðum en einnig vegna þess að endursöluverð slíkra bíla er afar lágt. Rageymar í bílunum endast mun skemur en drifbúnaður og yfirbygging bílanna og kostnaður við endurnýjun rafgeyma er gríðarlega hár.
Vita lítið um rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega allt hárrétt. Spurning hvort rafgeymunum verði ekki skipt út fyrir eldneytissellur (fuel cells) með vetni. Það eru stanslaust að berast fréttir af því að framleiðslukostnaður vetnis fari lækkandi, og rafbíll með vetnissellu myndi leysa mikið af þeim vandamálum sem þú nefnir.
Framleiðslukostnaður vetnis með beinni rafgreiningu var einhvern tímann reiknaður út þannig að ef Kárahnjúkavirkjun framleiddi eingöngu vetni á því orkuverði sem álverið borgar, væri rétt hægt að keppa við bensín eins og verðið var þá. Ekki veit ég hvort þeir útreikningar standist, en framleiðslukostnaður er stærsti þröskuldurinn í vetnisvæðingunni.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.9.2016 kl. 11:07
Vandamál skapa ný tækifæri en gengdarlaus áróður fyrir rafbílum getur tafið þróun á öðrum sviðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2016 kl. 12:09
Varðandi Kárahnjúka efast ég um þessa útreikninga. Hagkvæmni Káráhnjúka er fólgin í stöðugri orkuframleiðslu allt árið og orkan sem fæst er miklu meiri en þörf er á til vetnisframleiðslu fyrir innanlandsmarkað og mér skilst að ekki sé raunhæft að flytja vetni um langan veg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2016 kl. 12:13
Þessir Kárahnjúkareikningar voru nú án þess að taka stóru myndina með í dæmið. En varðandi flutning á vetni þá er það ekki minna hagkvæmt en að flytja bensín ef vetnið er fljótandi. Mér skilst að bílaframleiðendur sem hafa prófað vetnisbíla (BMW kemur í hugann) hafi notað fljótandi vetni, enda lítið vit í öðru.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.9.2016 kl. 12:51
Tækninni fleygir hratt fram. Einhversstaðr sá ég, fyrir löngu síðan að vandamál gæti fylgt flutningi á vetni, mig minnir vegna öryggissjónarmiða. En þetta er sjálfsagt löngu úrelt sjónarmið.
Sá þetta á vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2003
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2016 kl. 14:15
Framtíðin verður ekki bílafloti knúinn áfram af batteríum full af sjaldgæfum málmum og stórhættulegum spilliefnum.
Kannski eiga menn litla kjarnorkusellu sem menn setja í nýja bílinn sinn og dugir til að knýja bíl í marga áratugi án áhættu.
Kannski tekst mönnum að leysa geymsluvandamál rafmagnsins með því að læra að búa til olíu úr lífrænum úrgangi og rafmagni úr endurnýjanlegum orkugjöfum.
Kannski átta menn sig á því að olían og gasið er ekkert sérstakt umhverfisvandamál heldur miklu frekar kol og hætta þessum ofsóknum á olíuna og gasið.
Ótti manna við aukinn styrkleika CO2 í andrúmsloftinu verður einfaldlega leystur með því að finna leiðir til að eyða CO2 úr andrúmsloftinu.
Kannski kemur eldgos úr einhverju ofureldfjalli sem þrýstir styrkleika CO2 í andrúmsloftinu úr 4 þúsundustuhlutum í 10 þúsundustu hluta og missa þá móðinn að eyða trilljónum í að halda aftur af hlut mannanna í þessum efnum og byrja að hugsa í sársaukaminni lausnum á téðu vandamáli.
Kannski breytist umferðarlandslag stórborganna þannig að sjálfkeyrandi bílar taki við af öðrum á meðan fólk á samt enn sinn bíl fyrir ferðalög utan borgarinnar, kannski bíla sem menn skiptast á að reka því dýr fjárfesting sem stendur kyrr 95% sólarhringsins er almennt léleg fjárfesting.
En það er erfitt að spá því markaðurinn á erfitt með að athafna sig í þessum lagafrumskógi, fullan af ívilnunum hér og skattaafsláttum þar, sem flakka á milli eftir því hvernig pólitískir vindar blása.
Geir Ágústsson, 14.9.2016 kl. 03:38
Mikið af þessu er hárrétt og ég er að skrifa bloggpistil um það, hve upplýsingagjöf um mismunandi gerðir bíla er léleg.
Í ágúst fór ég hringinn á eðlilegum þjóðvegahraða á tveggja sæta vespuhjóli sem eyddi aðeins 2,6 lítrum á hundraðið í ferðinni.
Ég er núna búinn að taka eyðslu hjólsins í borgarumferð og þar eru yfirburðirnir enn meiri, eyðslan aðeins 2,2-2,3 lítrar á hundraðið.
Hjólið er ALLTAF fljótara í ferðum en bílar, kostar nýtt aðeins fjórðung af verði ódýrustu bíla, og er margfalt einfaldara að allri gerð, tvö hjól í stað fjögurra, einn strokkur í stað þriggja til fjögurra, ekkert vökvastýri, ekkert flókið rafkerfi vegna rúðuupphalara o. s. frv.
Það blasir við hve förgun hjólsins veldur miklu minni umhverfisáhrifum en förgun bíls, að ekki sé nú talað um förgun flókinna tvinnbíla, sem eru með bæði rafknúna aflrás og olíu/bensínknúna aflrás.
Ómar Ragnarsson, 14.9.2016 kl. 20:12
Takk fyrir athugasemdirnar, ég tek undir það sem þú segir Ágúst.
Vespur eru fín farartæki, Ómar og mættu sjást meira í umferðinni í stað bíla.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2016 kl. 17:05
Strákar, þið megið ekki mynnast á Kára... við Gunnar.
Eyjólfur Jónsson, 20.9.2016 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.