Mér hefur lengi fundist að fjármagnstekjuskattur sem lagður er á verðbætur á innlánsreikningum varla geta staðist lög, a.m.k. ekki sanngirnissjónarmið. Margir vinstrimenn eru mér ósammála í þessu og segja fullum fetum að verðbætur séu tekjur og ekkert annað. Ég skil ekki það sjónarmið.
Samkvæmt orðanna hljóðan er fjármagnstekjuskattur skattur á tekjur, en um engar raunverulegar tekjur er að ræða í tilfelli verðbóta. Raunvirði innláns hækkar ekki með verðbótum.
Tillagan um að fjármagnstekjuskattur skuli álagður miðað við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar tekur greinilega undir mitt sjónarmið.
Skattkerfið tekið í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu tuttugu dagar janúar 2025
- Er alþingi orðið aumingjastofnun?
- Fyrsti dagur Trumps í embætti
- Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025
- Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.
- Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
- Tvö stelpuskákmót
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
Athugasemdir
Það væri reyndar hið besta mál ef hætt yrði að skilgreina verðbætur sem tekjur fjármagnseiganda, því þá myndu þær nefninlega um leið hætta að vera útgjöld skuldaramegin. ;)
Það er til lausn á þessu sem sameinar bæði sjónarmiðin: að tryggja raunvirði fjárskuldbindinga, án þess þó að leggja sérstakar fjárhagslegar byrðar á skuldara í formi verðbóta. Hún er sú að taka verðtryggðu krónuna upp sem lögeyri í stað þeirrar óverðtryggðu. Þá yrði allar greiðslur af skuldbindingum sjálfkrafa verðtryggðar og þar af leiðandi óþarfi að verðtryggja skuldbindingarnar sjálfar. Raunvirði sparifjár og annarra fjárfestinga væri sjálfkrafa tryggt með þessu fyrirkomulagi. Enn fremur hefði það í för með sér bann við því að gengisfella krónuna, sem myndi efla stöðugleika, enda væri Ísland þá með traustasta gjaldmiðil í öllum heiminum.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.