Ef það var "klaufalegt" orðalag að segjast ætla að innheimta fyrir sektinni með því að velta kostnaðinum út í vöruverðið... hvernig er þá rétta orðalagið?
Ari Edwald útskýrir það ekki í tilkynningunni, en talar um eitthvað allt annað, eins og hann hafi aldrei sagt hitt.
Það er alþekkt að fyrirtæki hagi sér með þessum hætti en sjaldgæft að þau viðurkenni það berum orðum.
Ari Edwald viðurkenndi það berum orðum en sá eftir því.
Biðst afsökunar á klaufalegu orðalagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 12.7.2016 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Þetta kallast víst að reyna að moka sig uppúr holu. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 12.7.2016 kl. 18:27
Já, en grefur sig samt dýpra niður
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2016 kl. 21:10
Ef fyrirtækið hefur hagrætt svo á undanförnum 10 árum að bændur fá einum milljarði meira en annars og neytendur greiða tveimur milljörðum minna en annars fyrir vöruna árlega og fyrirtækið hefur ekki safnað í sjóði eða greitt út arð af þessum hagræðingaraðgerðum né af almennri starfsemi þá er augljóst að áföllum eins og t.d. sekt samkeppniseftirlitsins fer annað hvort eða bæði út í verðlagið eða lækkar verð til bænda.
Að Ari hafi ekki náð að benda nógu vel á þetta þýðir væntanlega að þetta hafi verið klaufalega orðað.
En vissulega geta verið vandkvæði á því í stuttum og hlutdrægum spennufréttatímum að benda fólki á að það sem það vill trúa er hugsanlega ekki rétt.
Ekki bætir heldur úr þegar fyrirtækið er mögulega að fara að búvörulögum en telst þá brjóta samkeppnislög. Getur verið snúið að útskýra slíkt þegar réttarkefið sjálft nær ekki að ákveða sig almennilega, hvaða lög séu rétt.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.7.2016 kl. 22:01
Eitt er að velta óvæntum kostnaði út í vöruverð, annað er að láta viðskiptavini sína borga fyrir lögbrot sín.
Það er talsverður munur þarna á og þetta snýst um viðskiptasiðferði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2016 kl. 23:12
Við sjáum hvað setur með niðurstöðu áfrýjunarinnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2016 kl. 23:14
Undarlegast af öllu er það, að það er ávallt talað um fyrirtækin sem lögbrjóta, en stjórnendur þeirra, sem eru hinir eiginlegu gerendur, rífa bara kjaft, algerlega fríaðir af allri ábyrgð. Nægir þar að nefna kortafyrirtækin og nú síðast Mjólkureinokunarsölu Íslands. Andskotinn bara, að horfa ávallt upp á gerendurna sleppa, en fyrirtækin sektuð um upphæðir sem að sjálfsögðu er velt út í verðlagið.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.7.2016 kl. 01:37
Þetta er alveg valid punktur, að láta stjórnendur fyrirtækjana bera persónulega ábyrgð, en það er ekkert sjálfsagt við það að fyrirtæki láti viðskiptavini sína borga brúsann.
Öðru máli gegnir ef fyrirtæki á samkeppnismarkaði verða fyrir óvæntum útgjöldum, t.d. skattahækkunum, gengisbreytingum eða hækkunum frá birgjum. Slíkar hækkanir lenda yfirleitt á neytendum
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2016 kl. 01:48
Ef hann hefði þagað þá hefði þetta lent á neytendum eins og alltaf. Hann var að reyna að fá neytendur á sitt band en misreiknaði sig illilega.
Snorri (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 12:28
Auðvitað er þetta alveg rétt hjá Halldóri. Fyrirtækin, sem slík, taka ekki neinar ákvarðanir heldur eru það stjórnendur þeirra. En þeir sæta ENGRI ábyrgð fyrir gjörðir sínar, það er hámarkið að þeim sé sagt upp störfum en þeir eru strax ráðnir til starfa innan annars fyrirtækis. Ef viðkomandi stjórnandi yrði látinn sæta ábyrgð, eins og til dæmis skipstjórar eru alltaf látnir gera, þá er ég sannfærður um að þessi brot myndu minnka stórlega og jafnvel yrðu alveg úr sögunni.
Snorri, kostnaðurinn endar ALLTAF hjá neytendum, hvað sem hann hefði sagt en stundum virðist ekki mega segja sannleikann umbúðalaust.
Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 09:03
Þetta er ekki alveg svona einfalt, Jóhann. Stjórnendur starfa í umboði eigenda sinna og því getur verið erfitt að láta menn bera persónulega ábyrgð, nema menn geri eitthvað án vitundar og vilja gluthafa.
-
Varðandi sektir, þá á kostnaður ekki að lenda á neytendum, þó hann geri það sjálfsagt oftast, eins og Ari Edwald viðurkenndi "óvart".. Fyrirtækin eiga að borga úr eigin sjóði og arðgreiðslur að minnka í samræmi við það.
-
Ef ég sem leigubílstjóri fæ sekt vegna umferðarlagabrota, þá hækka ég ekki taxtann hjá mér til að eiga fyrir sektinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2016 kl. 15:43
Einfalt og ekki einfalt Gunnar, vissulega eru stjórnendur fyrirtækisins ráðnir af stjórn fyrirtækisins en það er EKKI hægt að velta ábyrgð vegna ákvarðana stjórnendanna yfir á fyrirtækið og stjórnendurnir bera enga ábyrgð á gjörðum sínum. Á bloggsíðu sinni veltir Jón Magnússon lögmaður, þessu atriði einmitt fyrir sér. Það er því miður ekki samanburðarhæft einstklingsrekstur eins og leigubílaakstur og stórfyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, þarna er um grundvallarmun á rekstrarformi og rekstraraðstöðu að ræða, þannig að sá samanburður yrði í besta falli kjánalegur. Yfirleitt hafa fyrirtæki ekki yfir svona sjóðum að ráða, vegna krafna sem eigendur gera um arðgreiðslur og svo er eitt vandamál, sem lítið er talað um, en það eru hinir ýmsu "styrkir", sem stórfyrirtækjum er GERT að greiða.
Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 23:15
Þetta er í grundvallaratriðum nákvæmlega sama dæmið þó rekstrarformið sé ólíkt.
Spurningin er einfaldlega; á neytandinn að borga sektir rekstraraðila, eða ekki?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2016 kl. 13:42
Gunnar, sérðu virkilega engan mun á þessu tvennu????
Jóhann Elíasson, 17.7.2016 kl. 10:50
Ef þú átt við hvort ég sjái mun á rekstrarforminu er svarið að sjálfsögðu jú, en grundavallarspurningin er sú sama:
"á neytandinn að borga sektir rekstraraðila, eða ekki?"
Svarið við spurningunni er að sjálfsögðu nei
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.