Jón Sigurðsson sagði aðspurður í gær þegar hann og Geir tilkynntu stjórnarslitin, að um engan trúnaðarbrest hefði verið að ræða. Guðni Ágústsson er reyndari í pólitík en Jón og það er hann sem leggur línurnar í þessu máli. Nú þegar útlit er fyrir að Framsóknarflokkurinn verður í stjórnarandstöðu a.m.k. næstu 4 ár, þá er ekki eftir neinu að bíða. Nú skal herjað á samstarfsflokknum til 12 ára með öllum tiltækum ráðum. Manni dettur í hug máltækið "sjaldan launar kálfurinn ofeldið".
Framsóknarflokkurinn var tilbúinn í nýtt stjórnarsamstarf, þrátt fyrir aðeins eins þingmanns meirihluta, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Það er ekkert flóknara en það. Stutt símtal formanna D og S í fyrradag getur varla flokkast sem trúnaðarbrestur, þá væru allir flokkarnir seldir undir þá sök. Þetta eru eðlileg viðbrögð flokks sem er í sárum og nákvæmlega þau sömu og Alþýðuflokkurinn sýndi 1995. En athyglisverð þóttu mér sættir Guðna og Steingríms J. í Kastljósinu.
Það er hlýtur að vera tært í hugum margra vinstrimanna að Steingrímur J. hafi með afglöpum sínum komið í veg fyrir möguleika á myndun vinstristjórnar. Þau afglöp verða aldrei gleymd né fyrirgefin. Fylgi VG hefur að margra mati snúist að mestu um sterkan foringja, án Steingríms væri flokkurinn hvorki fugl né fiskur. Þetta "græna kvenfélag" eins og Pétur Tyrfingsson kallar orðið VG mun eiga afar erfitt uppráttur á komandi misserum.
![]() |
Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 947489
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisskorturinn er að þróast yfir í neyðarástand
- Konunglegur pervertus og sexúalkrimínali gjörir sig gildandi innan hirðarinnar
- Líbanon og trúarbragðastríð nútímans
- "BETRA ER AÐ HLUSTA Á ÁVÍTUR VITURS MANNS en að horfa á boltaleiki". (Predikarinn 7:5):
- Er Bretland lögregluríki?
- Tekst ESB að spilla friðarsamningi?
- Tíska : Vetrarútlit karlmanna
- HVAÐA "BLEKKINGARLEIKUR" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- Meira af misskilningi Ágústs Ólafs
- Þegar orð fá verðlaun en árangur fær þögn
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Hefur komið til Íslands 25 sinnum
- Kennaranámið snýst of mikið um leiki og föndur
- Tóku auglýsinguna úr birtingu
- Taka gagnrýni nemenda alvarlega
- Ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni 100 ára
- Stjórnvöld munu funda um stífluna
- Sagður hafa legið látinn á sjúkrastofu með lifandi sjúklingum
- Tveir staðir mest kenndir við Gjaldskyldu
- Í hrópandi ósamræmi við lýðheilsustefnuna
- Ágóðinn rennur í sjóð Bryndísar Klöru
- Ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Garðabæ
- Jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu
- Gjaldskyldumálið grátbroslegt
- Tjörnin flæðir yfir bakka sína
- Aðskotahlutur fannst í súpu
Erlent
- Hvað sögðu Evrópuleiðtogarnir?
- Átti hið besta samtal við Trump
- Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli
- Selenskí mætti í jakkafötum
- Beint: Forsetarnir funda um frið
- Sakaður um að stofna þjóðaröryggi í hættu
- Segir Hamas hafa samþykkt tillögu um vopnahlé
- Vilja að Selenskí mæti í jakkafötum
- Methiti á nokkrum stöðum á Spáni
- Norrænu læknafélögin tjá sig um Gasa
- Halda undirbúningsfund fyrir fundinn með Trump
- Brennda svæðið jafngildir um 500.000 völlum
- Lýsa hræðilegri dvöl sinni í fangelsinu
- Ný tillaga um vopnahlé
- Fjórða dauðsfallið í skógareldunum á Spáni
Athugasemdir
Þetta eru skiljanleg en ekki stórmannleg viðbrögð. Ofeldið er annars það sem hefur komið kálfinum mest í koll í kosningunum. Fólki ofbauð svo gersamlega þegar þessum litla flokki tókst að troða formanni sínum í forsætisráðherrastöðu. Ofeldið kann líka að valda erfiðleikum í viðræðum D og S þar sem það er nánast útilokað að gera hlut S meiri en B nema með því að S fengi meira í sinn hlut en D og það getur ekki gengið miðað við stærðarhlutföll flokkanna (25 18).
Skúli Víkingsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:40
Þegar D og B mynduðu stjórn 2003 var ráðherrastólunum skipt jafnt. S er stærri en B var þá. En ég trúi ekki að ISG leggjist jafn lágt og Halldór gerði, að vilja forsætisráðuneitið hálft kjörtímabil.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 13:49
Gunnar er ekki allt í lagi !! Er alveg sama hvernig X-D kemur fram, laumuspil er staðreyndin og trúnaðarbrestur af hálfu þinna manna líka en með veikum mætti þá reynir þú að telja þér trú um annað. Þetta eru líkt og hjá öfga- múslimum þessi trúarbrögð við sjálfstæðisflokkinn hjá þér það er sama hvernig þeir koma fram. Ég ætla rétt að vona þeir stingi ekki upp á því að þið farið að sprengja ykkur á almannafæri, bara svona fyrir flokkinn. Þú yrðir fyrstur manna í það, því miður. Hvílíkt rugl.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.