Að flagga í hálfa stöng við andlát þorpsbúa á Reyðarfirði hefur tíðkast alla flöggunartíð. Allir sem flaggi geta valdið og eiga flaggstöng í garðinum sínum, flagga. Þegar fólk sér flöggunina, spyr það: "Hver var að deyja?"
Samfélagið á Reyðarfirði er sennilega enn breyttara en á Húsavík, eftir að álver Alcoa hóf starfsemi sína í firðinum 2007. Íbúum hefur fjölgað um helming, úr 600 í 1200 og þar af góður partur af fólki sem átti ekki tengingu við staðinn fyrir. En ferðamenn eru örugglega fleiri á Húsavík. Enginn skaði er af því þó ferðamenn eða aðrir verði hissa á að sjá flaggað í hálfa stöng.
Í sjálfu sér breytir engu hvort opinberir aðilar flaggi í hálfa stöng eða ekki, því þorpsbúar sjálfir á Reyðarfirði sem og í öðrum bæjarkjörnum í Fjarðabyggð munu vonandi halda áfram í siðinn.
Hætt að flagga í hálfa stöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Siðurinn er fallegur og sýnir þann hlýhug og þá samhygð sem býr með íbúum samfélags.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.10.2015 kl. 15:53
Sammála. Undarleg hegðun hjá bæjarstjórn Húsavíkur.
Varla er það voðalegt að ferðamenn verði hissa. Hvað gengur þeim til?
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2015 kl. 16:43
Þessi góði og fallegi siður tíðkast víða um land og væri það skref afturábak ef þetta legðist af. Margt er framkvæmt vegna vana og á meðan það veldur engum skaða er óþarfi að vera að fetta fingur út í það.
Jóhann Elíasson, 28.10.2015 kl. 12:41
Sammála og einmitt vegna nándarinnar í litlu samfélagi, finnst mér mikilvægt að fólki fái að vita sem fyrst um andlátið.
-
Jafnvel þó maður hafi ekki þekkt viðkomandi mikið, jafnvel ekkert, eru miklar líkur á að maður þekki einhvern annan nákominn þeim látna.
-
Ég heyrði á Bylgjunni í morgun, viðtal við bæjarstjórann á Húsavík og hann kom með það sjónarmið að flaggað hafi verið fyrir brottfluttum Húsvíkingum líka þannig að dauðsföll á ári voru um 40-50 og af því að einnig er siður að flagga í hálfa á jarðarfarardaginn og svo í fulla stöng að jarðarför lokinni, (einnig hér eystra) væru þetta allt að 70 dagar á ári sem flaggað væri í hálfa.
Þetta er auðvitað dálítið mikið og eiginlega undarlega mikið. Á Reyðarfirði eru ca 3-5 jarðarfarir á ári. Kannski Reyðfirðingar deyji síður en Húsvíkingar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2015 kl. 16:57
Ég heyrði þetta viðtal líka og ég gat ekki betur heyrt á mannninum að þetta kæmi til út af því að hann NENNTI þessu ekki lengur, það væri erfitt að "þurfa" að flagga svona oft á ári.
Jóhann Elíasson, 29.10.2015 kl. 08:38
Já, sennilega of mikil fyrirhöfn hjá þeim, blessuðum
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2015 kl. 09:25
Það voru bara örfáar hræður sem tóku þessa ákvörðun. Það er mikil óánægja meðal bæjarbúa.
Hreiðar Másson (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 08:26
Er ekki líka möguleiki að sleppa því að flagga fyrir brottfluttum nema um sé að ræða nýflutta einstaklinga, vel þekkta eða á einhvern hátt sítengda bænum?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 30.10.2015 kl. 16:11
Jú, það finnst mér alveg mögulegt og eignlega sjálfsagt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2015 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.