Umhverfislegur rétttrúnaður

Ekki trúi ég að VG né Íslandshreifingin hafi verið stolt af frambjóðendum sínum á borgarafundinum á Egilsstöðum sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Slakari frambjóðendur man ég ekki eftir að hafa séð fyrr. Engin raunhæf svör við einu né neinu, aðeins gagnrýnt. Blaðamenn eru ágætir í að gagnrýna en við gerum meiri kröfur til frambjóðenda til Alþingis. Kjósendur þurfa svör við því hvernig á að leysa úrlausnarefnin, það er ekki nóg að benda á þau.

  Halldór Haraldsson (sem augljóslega er v-grænn) bendir mér á grein í Ný-Sjálensku dagblaði um að krafist hafi verið lögbanns á fræðslumyndina The great Global Warming Swindle, en myndin fjallar um eins og titill hennar bendir til, um efasemdir um að hnattræn hlýnun sé alfarið af mannavöldum. Fjöldi vísindamanna kemur að gerð myndarinnar og hún var frumsýnd 8. mars sl.  Ég renndi nú yfir greinina og sé hvergi að lögbanns hafi verið krafist. Hins vegar vissi ég af þessu frá upphafi að vísindamaðurinn Eigil Friis-Christensen hafði bent á villur í myndinni strax þegar hún var frumsýnd. Í greininni sem hann vísar til kemur einnig fram að framleiðandi myndarinnar segir:  "It is an annoying mistake which all of us missed and is being fixed for all future transmissions of the film. It doesn't alter our argument." Reyndar kemur einnig fram í greininni að þessi mistök höfðu ekki verið leiðrétt þegar myndin var gefin út á DVD nýlega.

Það er nú svo að framleiðendur fræðslumynda sem eru að selja afurðir sýnar á markaði, fara stundum frjálslega með staðreyndir. Óskarsverðlaunamynd Al Gores er þar síður en svo undantekning eins og bent hefur verið á. Ég er ekki neinn sérstakur stuðningsmaður þeirra ályktana sem fram koma í Global Warming Swindle, þó mér finnist þær athyglisverðar, en mér finnst hins vegar umhugsunarvert hvernig vinstrimenn og umhverfisverndarsinnar (svo merkilegt sem það nú er að það skuli hanga saman) verða æfir ef einhver dirfist að hafa efasemdir um að hin hnattræna hlýnun sé af mannavöldum. Getur verið að verndunarsinnar á Íslandi sjái að málstaður þeirra og fylgi kunni að vera í hættu ef fólk efast? Að það þjóni ekki hagsmunum þeirra fyrir kosningar að þessum sjónarmiðum sé haldið á lofti?

Ég gerði athugasemd á bloggsíðu Halldórs um þetta efni en fæ ekki annað séð að henni hafi verið eytt út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst góð spurningin sem hann Doddi okkar slengsi á Samfylkinguna, og einnig spurningin sem sá gamli kom með um draslið hans Ómars sem liggur um allt hálendið eins og hráviður. Og virðist ekkert á leiðinni að hirðaþetta upp eftir sig. Samt er ekki hægt að segja að þetta hafi beinlínis veið pólitísk spurning, en magnað hvernig fulltrúi Íslandshreyfingarinnar brást við þessari spurningu og varð eins og asni, og sagði: "mér finnst þetta nú bara vera útúr snúningur, þetta er hálf vandræðalegt" sem það og er fyrir fyrr nefnda hreyfingu, og ekki bara vandræðalegt, heldur algjörlega fáránlegt, það er alveg makalaust hvernig Ómar Ragnarsson hefur fengið að vaða uppi, stundandi utanvegaaksur og þess háttar vitleysu. Hann segir að það sé allt í lagi, því landið fari undir vatn og blablabla. Maðurinn verður bara að átta sig á því að hann er útlendingum ekki góð fyrirmynd, og er ekki að hjálpa samtökum eins og Ferðaklúbbnum 4x4 sem er að berjast gegn utanvegaakstri.

Afsakið þennan útúrdúr hjá mér, en svona er þetta nú bara. 

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Hilmar

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sá aðeins af þættinum og hefði viljað sjá hann allan reyndar. Er nokkuð sammála þér bara en það er hálf velgjulegt einhvernveginn að sjá og heyra í Guðfríði Lilju. Hún á að geta haft mun betri framkomu og svör heldur en hún gerir út á, það hlýtur hreinlega að vera.

Svona til að bæta við þá fannst mér Sigurjón Þórðar vera frekar yfirlætislegur og dónalegur á köflum.

Ragnar Bjarnason, 9.5.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En maður verður samt að virða þessum nýgræðingum til vorkunnar að tíminn sem þau fengu til að tjá sig var af skornum skamti, en í tilfelli Guðfríðar held ég að það hefði ekki skipt neinu máli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband