Engin gögn sýna að aukning hafi orðið í heiminum á þurrkum, flóðum, fellibyljum eða stormsveipum (tornadoes) á undanförnum árum. samt sjáum við stöðugt í fréttamiðlum fullyrðingar um annað. Hvernig ætli standi á því?
Wikipedia segir: "Throughout much of 2015, tornado activity has been near record low"
Yfirgripsmiklar lofthitamælingar hafa verið gerðar á jörðinni frá því seint á 19. öld (ca 1880). Frá þeim tíma hefur hitastig hækkað að meðaltali á jarðkringlunni um 0.8 gráður. Á sama tíma hefur magn koltvísýrings (co2) í andrúmsloftinu aukist um 40%, úr ca 280 ppm í 400 ppm (ppm= parts per miljón).
Ekki er deilt um að þessi aukning er tilkomin vegna brennslu manna á jarðefnaeldsneyti. Það er heldur ekki deilt um að aukin koltvísýringur hefur áhrif á hitastig jarðar til aukningar. Menn deila hins vegar um aðallega tvennt; annað er hversu mikið af hitaaukningunni má alfarið skrifa á aukningu co2 og hitt er hversu slæmt (eða gott) er það. ( Reyndar má bæta við hinu þriðja, en það er um áreiðanleika og spá loftslagslíkana um framhaldið).
Fram kemur í máli Freeman Dyson í viðtalinu hér að neðan að á sama tíma og aukning á co2 er 40%, hefur jörðin grænkað um 20%. Flestir vita að gróðurinn bindur koltvísýring og það er einmitt forn rotnandi jarðlög gróðurs sem mynda olíulindir og kolajarðlög og við brennslu þessara efna fer co2 aftur út í andrúmsloftið.
Co2 er ekki eitur eða mengun eins og sumt fólk virðist halda, heldur lífsnauðsynlegt efni í andrúmsloftinu og því meira sem er af því, því hraðar og betur vex gróður. T.d. er co2 dælt inn í sum gróðurhús þannig að hlutfall co2 hækkar úr núverandi 400 ppm utandyra, í 1200 ppm innandyra.
Freeman Dyson er heimsþekktur vísindamaður og orðinn háaldraður. Hann segir í viðtalinu að það sé gott að vera í minnihlutahópi varðandi skoðanir á loftslagsmálum. Honum finnst skoðanir margra loftslagsvísindamanna minna fremur á trúarbrögð en vísindi. Hann segir ennfremur að það sé gott að vera orðinn þetta gamall og kominn á eftirlaun, því ekki sé hægt að reka hann úr vinnu fyrir skoðanir sínar.
Æ fleiri vísindamenn sem komnir eru á eftirlaun eru farnir að tala í sömu veru og Freeman Dyson. Þeir þorðu ekki að efast um loftslagstrúarbrögðin af ótta við útskúfun og atvinnumissi.
Endilega kíkið á þetta skemmtilega viðtal við Freeman Dyson.
Þurrkurinn verri vegna loftslagsbreytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Sæll Gunnar
Rak augun í að þú notar eingöngu tíðni stormsveipa á þessu ári til stuðnings þeirri fullyrðingu þinni að "Engin gögn sýna að aukning hafi orðið í heiminum á þurrkum, flóðum, fellibyljum eða stormsveipum (tornadoes) á undanförnum árum."
Ég var reyndar fljótur að finna dæmi um aukningu í tíðni fellibylja á Atlantshafi:
Þetta línurit er fengið frá vefsíðu University Corporation for Atmospheric Research.
Það er svo aftur rétt að erfitt hefur reynst að greina með vissu hvort tíðni ákveðinna atburða hafi aukist, en þó eru góðar vísbendingar um að alvarlegar hitabylgjur séu fleiri og lengri og einnig að atburðum þar sem úrkoma er ofsafengin hafi fjölgað.
Og svo er það alveg hárrétt hjá þér að aukning á CO2 eykur vöxt plantna - í því samhengi er CO2 vissulega nokkurs konar áburður.
Á móti vegur að margar plöntur minnka upptöku CO2 við þurrkaskilyrði og víða er plöntulíf nálægt efri þolmörkum hvað hita varðar, en viðvarandi hiti yfir 45 gráður á selsíus drepur bæði dýr og æðaplöntur.
En allt í allt held ég að við séum sammála um að skárra sé að hlýni en kólni, og að því gefnu að úrkoma dreifist vel þá ætti hlýnun að leiða til grænkunar.
Eyðimerkursvæði færast líklega fjær miðbaug með auknum hita, Sahara færist norður yfir Miðjarðarhaf en hörfar á suðurmörkum (nokkuð sem þegar er byrjað). Eyðimerkur suðurríkja Bandaríkjanna munu einnig fikra sig norðar.
Stærsta ógnin sem fylgir hugsanlegri hlýnun er þó ekki hugsanlega aukin tíðni óveðurs heldur ógn við matvælaframleiðslu. Lítið dæmi um þetta er kannski arabíska vorið svokallaða sem hófst um 2010-11. Ástæður þessara uppreisna voru auðvitað fjölmargar, en svo virðist sem einn orsakavaldurinn var mikil hækkun matvælaverðs á heimsvísu vegna t.d. mikilla rigninga í Ástralíu, þurrka í BNA en aðal orsökin var áberandi mikill þurrkur í Rússlandi og Mið-Asíu.
Við þetta bættist svo viðvarandi þurrkur í Mið-Austurlöndum og víða um norðanverða Afríku sem hafði hrakið marga smærri bændur af jörðum sínum. Sýrland var eitt þeirra landa sem urðu hvað verst úti. Á milli 2006 og 2011 varð um 60% Sýrlands fyrir þurrki sem jafnaðist á við það mesta sem menn töldu hafa riðið yfir frá upphafi landbúnaðar á svæðinu (hvernig menn hafa vitað það er ekki ljóst), alla vega öruggara að segja, svo lengi sem menn vita.
Eitthvað dróg úr þurrkinum og í vetur rigndi óvenjumikið fyrir botni Miðjarðarhafs, en veturinn áður var sá þurrasti sem mælst hafði í Ísrael og nú í sumar hefur hitastigið slegið öll met þar í landi.
Ef hækkandi hitastig heldur áfram að ógna matvælaframleiðslu þá munu styrjaldir og flóttamannavandamál liklega aukast. Núverandi milljón á ári sem flýr vopnuð átök í Sýrlandi, Írak og Afganistan, myndu hverfa sem dropi í hafið þegar hundruðir milljóna íbúa Norður-Afríku hrekjast norður vegna þurrka.
Skyldi hér vera komin ástæða þess að leiðtogar hins íslamska heims lýstu nýlega yfir verulegum áhyggjum af hlýnun jarðar? Þeir eru þegar farnir að sjá neikvæðu áhrifin heimafyrir.
Ég hef reyndar enga lausn á þessu - svo virðist sem flestir séu annað hvort kærulausir gagnvart aukinni hlýnun, telja hana bara vera til góðs, eða trúa ekki að hún sé að verða. Fámennur hópur hefur hátt og aðeins framtíðin mun leiða í ljós hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.8.2015 kl. 08:05
Takk fyrir þessa athugasemd, Brynjólfur.
Bent hefur verið á að tjón af völdum afbrigðilegs veður (extreme whether) hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og vitnað m.a. í tölur frá tryggingafélögum. Tjónatölur eru réttar, þó sennilega sé hvati hjá tryggingafélögum til að ýkja þær. En aukið tjón segir ekkert um aukna tíðni óvenjulegs veðurs.
Þær segja bara frá aukni tjóni og það er tilkomið vegna aukins mannfjölda og þéttingu byggða.
Þessi grein sem þú vitnar í sýnir graf til 2005 og greinin er frá 2007. Ég hef ekki lagst í sérstaka rannsókanrvinnu um aukna tíðni fellibyja í N-Atlantshafi en sé með reglulegu millibili fullyrðingar um aukningu en líka aðrar vísindagreinar þar sem sýnt er að á þessum "prime time" hlýnunar (eða réttara sagt "stand still" hlýjindum) frá aldamótum, að þeim hefur í raun fækkað. Talað er um að El Ninjo, sem nú er að hefjast með fullum þunga í Kyrrahafi, hafi áhrif á þessar sveiflur. Við sjáum hvað setur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2015 kl. 11:19
Tjón af völdum þurrka og flóða hefur líka aukist af sömu ástæðu og ég nefndi hér að ofan. Fréttir af öllum afkimum jarðar berast líka fljótt og vel í dag og allt í "beinni". Fréttamiðlar eiga sinn þátt í "aukningu" í eyrum almennings.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2015 kl. 11:34
Það er rétt Gunnar að við fréttum betur af hamförum og óveðrum ýmiskonar og verðmætin sem geta skemmst aukast í sífellu. Þetta gerir það veruleg erfitt fyrir með að greina hvort um raunverulega aukningu sé að ræða.
Hins vegar, ef menn gefa sér að jörðin sé að hlýna, þá eru nokkuð augljósar afleiðingar af því að hreifiorka veðrakerfa muni aukast og sömuleiðis rakamagn og þar af leiðandi úrkoma. Þetta er þó ekki það sama og að segja að ofsaveður verði miklu tíðari.
Gott væri ef þetta kæmist á hreint með marktækri tölfræði - en talning storma og fellibylja er kannski sú marktækasta af þeim langtímamælingum sem við höfum.
Fjölmiðlar eru greinilega orðnir mjög spenntir fyrir því að kenna gróðurhúsaáhrifum um hvert skipti sem veðrið er eitthvað aðeins öðurvísi en venjulega. Hitt er svo annað að mér finnst full langt gengið hjá þér að hafna því alfarið. Okkur skortir einfaldlega upplýsingar til að skera úr um hvort svo sé.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.8.2015 kl. 13:09
Lord Moncton er auðvitað umdeildur og spilar stóra rullu í þessu myndbandi. Þarna koma samr fram atriði sem ekki má afskrifa af því hann spilar rullu í myndbandinu, heldur taka afstöðu út frá hvað er sagt.
https://www.youtube.com/watch?v=LOGt3OzTXBs
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2015 kl. 15:58
Sæll Gunnar.
Góður pistill og umhugsunarverður.
Mér finnst alltaf vanta í þessa jöfnu, hvar og hvenær
jörðin er að hringrása í aldanna rás, í kringum sólina
í sinni ferð um vetrarbrautina.
Einnig finnst mér merkilegt, að jarðvísindamenn, sem
tekið hafa tekið sýni úr okkar jöklum, sýna fram á að hitastig
á Íslandi um og árið 1000 var meira heldur en er í dag..??
Ekki var mannkynið þá svo mengandi að hitinn færi uppá við.
Ef Co2 myndi minka svo um munaði, væri öllum hér á jörðu
hætta stafin af.
Ekki ætla ég að draga úr áhrifum af mannavöldum, en
jarðsagan segir okkur annað.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 22:59
Ísaldir eru samspil margra þátta og m.a. fjarlægð jarðar frá sólu í sporöskjulagaðri hringferð hennar. Ég spurði Trausta Jónsson, veðurfræðing út í þessa stöðu og hann sagði mér að jörðin væri á leið inn í nýja ísöld, a.m.k. hvað hringferðina snertir.
Þetta gerist þó ofurhægt, þ.e. fjarlægðaraukningin, hænufet með hverri hringferðinni (árinu).
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2015 kl. 03:50
Það hefur oft gerst í sögunni (þó ekki í ritaðri sögu) að hitastig á jörðinni hafi veri miklu hærra en í dag. Það er m.a. þess vegna sem lífverur á jörðinni eru í stöðugri þróun. Dýrategundi koma og fara og aðlögunarhæfnin er mögnuð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2015 kl. 03:55
Sigurður, það er vel vitað að hitafar á jörðinni sveiflast verulega til lengri tíma litið, ísaldirnar eru auðvitað gott dæmi um það. Ísaldarsveiflan leiddi af sér það hlýskeið sem við nú búum við, og hámark þess hlýskeiðs var nálægt upphafi þess, fyrir um 6000 til 8000 árum. Eftir það virðist hafa kólnað nokkuð jafnt, þó með minni háttar sveiflum uppá við (t.d. á hámiðöldum).
Eitt er að átta sig á því að hitastig er síbreytilegt. Annað er að finna orsakir þessa breytileika. Það liggur mikið við, því hin hraða hlýnun undanfarin 100 ár er einsdæmi frá því landbúnaður hófst. Landbúnaður er undirstaða mannlegs samfélags, án stöðugrar landbúnaðarframleiðslu á heimsvísu munu mannleg samfélög einfaldlega hrynja til grunna.
Þótt ekki sé alltaf ljóst af hverju hitastig sveiflaðist á jarðsögulegum tíma hafa vísindamenn þó komist furðu nálægt því að finna og greina hina ýmsu orsakavalda. En þegar horft er til nútíma þá er verkefið miklu auðveldara: Við getum einfaldlega mælt og reiknað út frá raunverulegri stöðu.
Niðurstaðan er svo gott sem einróma, og styrkist á hverju ári: Hin hraða hlýnun núna á sér ekki náttúrulegar orsakir, heldur orsakast af aukningu í gróðurhúsalofttegundum af manna völdum. Þessu voru menn farnir að spá fyrir nærri 200 árum, núna mæla menn það beint.
Ef þetta reynist rétt (sem virðist mega teljast með því öruggara sem gerist í vísindum) þá er ógnin af áframhaldandi hlýnun stærsta vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir í dag. Sú hlýnun sem þegar er orðin skiptir engu í því samhengi.
Þeir sem mótmæla því að hlýnun sé af manna völdum benda gjarnan til sólarinnar sem hugsanlegs orsakavalds. Ef svo er þá eru það góðar fréttir því virkni sólar fer hratt minnkandi og ekkert ætti þá að verða úr frekari hlýnun. Því miður gengur illa að sýna hvernig sólin ein og sér geti orsakað þá hlýnun sem þegar hefur orðið, til þess er orkusveiflan einfaldlega of lítil.
Gróðurhúsaáhrif eru vel staðfest vísindalega og í raun engin leið að efast um að þau eru raunveruleg (án þeirra væri jörðin rúmlega 30C kaldari en hún er). Að aukning í styrk gróðurhúsalofttegunda leiði af sér hlýnun er því nánast sjálfgefið.
Að lokum: Þótt vel geti verið að það hafi verið hlýrra á Íslandi árið 1000 en árið 2000 þá á það ekki við á heimsvísu, og núverandi hitastig er trúlega komið upp yfir hápunktinn fyrir 6000-8000 árum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.8.2015 kl. 08:59
Tövlumódelin sem nötuð hafa verið um þróun hitastigsins hafa ítrekað sýnt að þau eru ónothæf. Þaim er þó stöðugt flaggað sem er stórundarlegt.
Engar vísindalegar sannanir sýna fram á að landbúnaður sé í hættu vegna aukins hita, þvert á móti má ætla að hann verði auðveldari, þó vissulega raskist hann og breytist eftir landssvæðum.
Svartsýni er drifkraftur þessara loftslagstrúarbragða. Hugmyndafræðin á bak við svartsýnina er hagsmunatendgur og pólitískur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2015 kl. 14:15
Gunnar. Góður pistill og umræða.
Ekki hef ég nokkurt vit á vísindalegum rannsóknum né mögulegum mannaverkahörmungum í samspili jarðarinnar. En ég heyri sjaldan talað um að þéttingu skóga, og að mengandi skemmd lauf skapi hættulegt andrúmsloft?
Ég endurtek að ég hef ekkert um þessi mál að segja, annað en það sem ég hef lesið um á vefsíðum.
Við vitum í raun ekkert um hvernig Móðir Jörð hegðar sér í framtíðinni. En við vitum þó fyrir víst að Big Mamma ræður þó öllu hér á jörðu, en ekki Big banka/kauphallar forstjórar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2015 kl. 23:00
Í myndbandinu hér að neðan, heldur nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, Ivar Giæver fyrirlestur um loftslagshysteríuna.
http://www.mediatheque.lindau-nobel.org/abstracts/34535/ivar-giaever-global-warming-revisited/laureate-giaever
-
Í máli hans kemur margt athyglisvert í ljós, m.a. tilraunir til að þagga rödd hans niður í umræðunni um loftslagsmál
Einnig bendir hann á og spyr; hversu margar fréttir við lesum um jákvæðar afleiðingar hlýnunar á jörðinni. Svarið er stutt; engar. Staðreyndin er hins vegar sú að hlýnun er jákvæð... ekki kólnun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2015 kl. 12:42
Einnig kemur fram að hann var árið 2008 tilnefndur í alþjóðlega nefnd um loftslagsmál. Þegar hann eitt sinn "gúgglaði" um störf nefndarinnar sá hann 40 þúsund tilvitnanir í nefndina og þar sem nafn hans kom fram, sem var með ályktanir um loftslagsmál sem hann hafði aldrei kvittað undir og var í raun algjörlega ósammála.
Hann sagði sig úr nefndinni 2011.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2015 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.