Sýndarmennska R-listans í Reykjavík með kosningum um flugvöllinn hér um árið, var lítið annað en eyðsla á peningum skattgreiðenda. Það var í raun ekki kosið um neitt því valkostirnir voru einungis fara eða vera. Nýbúið var að hafa jarðvegskipti undir öllum flugbrautum, framkvæmdir sem kostuðu nokkra miljarða.
Það er mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að flugvöllurinn verði í höfuðborginni en á meðan ekki liggja fyrir rannsóknir á valmöguleikum um hvar hann skuli vera, þá er tilgangslaust og tímaeyðsla að spekúlera í þessu. Leyfum rannsóknum að fara fram áður en við fjöllum um staðsetningu flugvallarins.
Ómar Ragnarsson varpaði þeirri hugmynd fram í sjónvarpinu um daginn að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni en byggja íbúðabyggð á Lönguskerjum. Ég fæ ekki betur séð en það sé afskaplega grunnt hugsað, af flugmanninum sjálfum. Fyrirferð flugbrautanna sjálfra er ekki svo mikil heldur er "freezone" svæðið í kringum þær sem tekur mesta plássið. Freezone svæði flugbrauta á Lönguskerjum er sjórinn í skerjafirðinum. Ef Ómar ætlar að leggja í kostnað við Löngusker og byggja íbúðir á landsvæði sem nemur stærð flugbrautanna þá fengi hann afskaplega lítið byggingaland fyrir þá fjárfestingu. Þar yrðu dýrar lóðir. Merkilegt að svona hugmynd komi frá einum reyndasta einkaflugmanni þjóðarinnar.
Yfir 60% landsmanna telja að flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.