Bandal. Ísl. Bloggara, BÍB

 

 Bloggheimar

Bloggheimar hafa heillað mig eins og fleiri. Þetta er frábær vetfangur til að æfa sig í hrað og réttritun LoL Allir geta fundið sér umræðuefni við hæfi, allt fæst birt, engin bið og fólk er jafnvel að eignast nýja vini og kunningja í gegnum bloggið. Er ekki kominn tími til að stofna Bandalag ísl. Bloggara, BÍB? Halda árshátíð í Laugardalshöll nú eða Egilshöll ef hin er of lítil Smile 

Í  bloggheimum rekst maður oft á skemmtilegar umræður, sumar hverjar talsvert langt fyrir utan "mainstream" umræður. Og svo kíkji ég gjarnan á "bloggað um frétt", geri kannski einhverju athugasemd þar en gleymi svo að bookmarka síðuna. Síðurnar sem ég hef vistað eru orðnar talsvert margar og ógjörningur að heiðra þær allar með nærveru sinni. En svo skoða ég stjórnborðið hjá mér og sé fyrirsagnirnar hjá bloggvinum mínum og smelli á það sem ég er í stuði fyrir.

 Trúnó

Um dagin rak ég inn nefið á Trúnó . Þar sá ég að Drífa Kristjánsdóttir skrifaði um útvarpsþáttinn "Í vikulokin" á Rás 1 og gerði hún framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar í þættinum að umræðuefni. Hér koma nokkrar tilvitnanir úr pistli Drífu;

"Mjög sérstakt að hlusta á Gísla Martein í umræðu um launamál og jafnrétti.  Hann reif orðið af konunum hvað eftir annað, hótaði því að konur muni hafa það verra af, ef launajafnrétti fæst. Vill ekki að launaleynd verði afnumin hótar versnandi hag kvenna ef svo verði".

"Tekur orðið hvað eftir annað og neitar að hlusta á rök kvennanna.  Tekur svo þáttinn yfir í lokin og færir málefnið yfir á umhverfismál og því miður láta konurnar til leiðast og fylgja honum í umræðunni. eða þær hlusta bara, kurteisar.  Þær fara jafnvel að hrósa honum, þótt hann hafi verið hundleiðinlegur fram að þessu í þættinum"

"Björk og Gyða Margrét voru mjög einbeittar og flottar í sínum málflutningi framan af þættinum, en svo fékk Gísli Marteinn að vaða yfir allt og taka stjórnina.  Mig langaði miklu meira að heyra meir í Björk og Gyðu Margréti en þær gáfust hreinlega upp enda ekki furða, yfirgangurinn í Gísla Marteini var slíkur og málflutingur hans fyrst og fremst fullyrðingar gegn fullyrðingum.  Hann var eins og krakki í þættinum og sagði oft bara nei, nei, víst, víst, víst...... "

Á dauða mínum átti ég von en að Gísli Marteinn, þessi dagfarsprúði drengur, hagaði sér með þessum hætti átti ég bágt með að trúa svo ég fór á ruv.is og hlustaði á þáttinn  Ég hlustaði á þáttinn tvisvar til að athuga þetta framferði Gísla, en það eina sem ég varð áskynja var rökfastur karlmaður á spjalli við tvær ekki eins rökfastar konur. þeir sem hafa áhuga á að hlusta á þáttinn  geta smellt   hér. Ég botna ekkert í þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband