Lilja Mósesdóttir hélt erindi á fundi kvennasamtaka 17. apríl sl. sem RÚV greindi frá undir yfirskriftinni "Evrópumet í launamun". Lilja, sem er fyrrverandi hagfræðingur ASÍ, heldur því fram að launamunur kynjanna hér á landi sé 28% en að meðaltali 15% í löndum ESB. Þetta telur Lilja m.a. stafa af auknum ójöfnuði í samfélaginu, þó sýnt hafi verið fram á með rannsóknum Hagstofunnar að ójöfnuður sé minnstur hér á landi af öllum löndum Evrópu. Samkvæmt könnun félagsmálaráðuneytisins síðan í vetur er óútskýrður launamunur kynjanna 16%, ekki 28% eins og haldið er fram. Sá munur er vissulega of mikill en hvers vegna að draga upp falska mynd af ástandinu? Hvaða hagsmunum þjónar það?
Mér finnst afar fróðlegt að lesa pistla Hannesar Hómsteins Gissurarsonar (HÉR) Hann hefur átt í ritdeilum við Stefán Ólafsson prófessors um aukin ójöfnuð í þjóðfélaginu og ég hvet alla til að lesa pistla Hannesar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gunnar minn !
Það er vissulega hægt að setja þetta upp í fjölbreytilegar formúlur og fá fjölbreytilegar niðurstöður. Staðreyndin liggur fyrir með stöðu aldraðra og öryrkja hér á landi , hún er skelfileg. Hvort við förum í einhvern samanburð og talnaleik þá liggur það skýrt fyrir að í öllu góðærinu hér þá eru aldraðir og öryrkjar þeir hópar sem setið hafa eftir, vissulega hefur ástandið skánað eins og hjá öllum en ástandið í dag er verst hjá þeim og ættu stjórnarmenn s.l. 16 ár að skammast sín fyrir það eitt.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:35
Ég geri ekki annað en að vitna í opinbera tölfræði. Ég tilgreini heimildir fyrir þeim.
Hvar er þín tölfræði Arnar? Hvar er þitt graf? Stefán Ólafsson sýndi sitt, en það var skotið í kaf af þeim sem búa í raunheimum. Um það geturðu lesið á blogsíðu Hannesar "Nýjar talnabrellur Stefáns Ólafssonar", og víðar. Það verður gaman að sjá þig blogga um þetta Arnar. Þú bankar í öxina á mér þegar þú hefur komið einhverju saman.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.