Land hinna hugrökku

Hvar nema í Bandaríkjum Norður Ameríku viðgengst svona vitleysa? Annars líkar mér vel við Bandaríkjamenn og þeirra bjartsýni og hressileika sem getur verið hressandi svona á köflum. Ég get hins vegar vel skilið skotvopnaáhugamenn, en það er annar handleggur.

haglabyssa
Beretta, yfir undir tvíhleypa. Hún kostar á netinu 122.000 kr.
byssa
 
Brasilísk Taurus .500 Magnum. Kostar rúml. 60.000 kr.

Sá sem ekki kann að meta fegurð fallegrar byssu er að fara á mis við mjög sérstaka tegund listar. Stórkostlegt land Bandaríkin, sem dauðarefsingar og lítt heft skotvopnaeign settur ljótan blett á.

 


mbl.is Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já enda held ég að skotvopnaáhugamenn myndu fæstir bera skaða af mjög strangri byssueftirlitslöggjöf.

 Það þarf enginn nauðsynlega byssu alveg á núinu nema í eitthvað kolólöglegt. Eins ættu allir að sjá skynsemina í því að skrá allar byssur, án undantekninga.

Bjarni Rafn (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er alveg sammála þér Bjarni Rafn að skotvopnaáhugamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur en átti bara við að ég hefði gaman að skotvopnum... og það er allt annar handleggur en skotvopnaæði bandarísks almennings

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband