Allir eiga sín "moment" í neyðarlegum atvikum. Einn kunningi minn sagði mér frá fyrir mörgum árum að skyndilegt Te-æði hefði gripið um sig á vinnustað hans. Honum fannst það fínt en þó fylgdi böggull skammrifi. Honum þótti nefnilega sóðaskapurinn í kring um tepokana hvimleiður, þar til einn kunningja hans benti honum á einfalda lausn á því vandamáli. Hún var sú að taka tepokann í teskeiðina og vefja spottanum úr teinu utan um pokan og vinda þannig úr honum í bollann. Að því búnu gæti tepokinn legið snyrtilega á undirskálinni, úrvinda. Næst þegar vinurinn mætti í te á kaffistofunni, gat hann varla beðið eftir að sýna nýja trikkið sitt. Þegar heita vatnið hafði lokið sér af við að gera teið klárt, tók hann tepokann í skeiðina og vatt hann með spottanum.... beint ofan í undirskálina!! Þegar hann hafði lokið því, leit hann hróðugur í kringum sig. Þegar hann sá engin sérstök viðbrögð við nýja trikkinu sínu, þá leit hann yfir afrek sitt og sá undirskálina útbíjaða með tepokann liggjandi í miðjum subbuskapnum. Hann reyndi í felmtri sínu þegar hann sá hvað hann hafði gert, að hylja verk sitt en hann sá á svipbrigðum vinnufélagana að sú tilraun var tilgangslaus með öllu.
Ég hef átt nokkur móment. Þegar gsm- símarnir voru að ryðja sér til rúms, var ég, tækjaóði kallinn að sjálfsögðu einn af þeim fyrstu til að fá mér einn slíkan. Fljótlega eftir að ég fékk símann, var ég staddur í Reykjavík og hafði íbúð móður minnar til afnota. Ég hafði eitthvað verið að útrétta og það var komið föstudagskvöld og ég var búinn að láta nokkra kunningja vita af nýja "hreyfanlega" númerinu. Ég fer í langa heita sturtu þegar ég kem heim og þegar henni er lokið þá ætla ég að athuga hvort ég sjái einhver "missed calls", en þá finn ég ekki símann. Þá dettur mér það snjallræði í hug að ef einhver hringdi í símann þá yrði ég nú fljótur að finna hann. Svo hróðugur tek ég upp heimilissímann og hringi í hann Birgi vin minn og bið hann að hringja í símanúmerið sem ég hafði gefið honum upp á nýja gsm-símanum mínum, ég væri nefnilega búinn að týna símanum. ...... Smá þögn á hinum enda línunnar... svo segir Birgir "En afhverju hringirðu ekki bara sjálfur í hann?".
Það þarf ekki að taka það fram að ég varð frekar kindarlegur í framan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
- Trump tryllir kellingarnar
- Að taka pokann sinn
- Forsetarnir fylgdu þeim elsta
- Augljósasti sparnaðurinn
- Grænlandsfárið
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.