Stóriðjustopp, á hvaða forsendum?

Það er augljóst á málflutningi Íslandshreyfingarinnarr að forsendur þeirra fyrir stóriðjustoppi eru eingöngu á forsendum náttúrunnar. Ég þykist vita að stuðningur við slík sjónarmið eru hverfandi meðal þjóðarinnar og sá stuðningur er að mestu í VG.

En nú bregður svo við að VG presenterar ekki þetta sjónarmið lengur með stopp-start stefnu sinni. Þeir blanda efnahagslegum forsendum í málið. Hingað til hefur það verið aukabúgrein í málflutningi VG. Náttúran hefur hingað til átt að njóta vafans Hungrið í völd hefur borið þá ofurliði og þeir eru reyna að klæða sjónarmið sín í umhverfismálum í annan búning. Vaðmálsfötin eru ekki nógu hipp og kúl.

Samfylkingin er söm við sig, er út og suður, þar er einn hrærigrautur sjónarmiða og seglum hagað eftir vindi. Hver er stefna Samfylkingarinnar? Það fer eftir því við hvern þú talar.

Röksemdarfærslur andstæðinga stjórnarflokkanna í stóriðjumálum eru því ýmist á efnahagslegum forsendum, umhverfislegum forsendum eða blöndu af báðum forsendum. Ein bábyljan frá stjórnarandstöðunni er sú að xD og xB vilji virkja alstaðar og setja niður álver í hvern fjörð á landsbyggðinni. Þetta er auðvitað fjarri sanni og þegar fólk áttar sig á því þá minnkar innistæðan fyrir fylgi stjórnarandstöðuflokkanna og þess vegna mun ríkisstjórnin halda velli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gaman að á þetta blogg þitt. Það er afar áhugaverð hugmynd þetta að einn flokkur sé með samheldna stefnu og að annar sé með sundurleita stefnu. "út og suður, þar er einn hrærigrautur sjónarmiða og seglum hagað eftir vindi."

Einn anginn í mér hugsar sem svo að það sé gott að hafa heilsteypta stefnu sem allir geta tekið þátt í og að markmið náist best þannig. Og að með sundurleitni náist enginn árangur.

En þá er spurningin .... http://veffari.blog.is/blog/veffari/

Bestu kv.

Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 02:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu eru ólík sjónarmið innan allra flokka og eiga að vera, en það er samt trúverðugra að flokkurinn tali einni röddu. Ef þín sjónarnið innan flokks fá ekki brautargengi þá hleypur þú ekki endilega í fjölmiðla með þau sjónarmið og elur á sundrungu, heldur reynir frekar að afla fylgis við hugmyndina innan flokksins. Stjórnmálastarf er "teamwork", með því næst árangur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og takk fyrir kommentið!

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 13:53

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er athyglisverð greining hjá þér en það sem mér finnst vanta í umræðu um umhverfismál er að það að vera umhverfisvænn felur ekki alltaf í sér að vera á móti, mótmæli, eða að stöðva. Besta leiðin til að hlúa að umhverfinu er að nýta betur, fara betur með og finna nýja tækni sem býr til nýja möguleika og nýtir betur gæði jarðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 7.4.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg sammála þér í því Sigurjón. Umræðurnar verða ansi oft full heitar held ég. Við sem erum t.d. hlynt því að byggð verði stóriðja á Húsavík og e.t.v. á 2-3 stöðum til viðbótar á næstu 10-20 árum erum kallaðir virkjanafíklar. Því er svo svarað fullum hálsi með fullyrðingum um að allir sem eru á móti séu öfgafullir alverndunarsinnar. (sem reyndar sumir eru)  

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband