Það er augljóst að Frjálslyndir eru á atkvæðaveiðum með nýjustu auglýsingu sinni. Innleg þeirra í innflytjenda umræðuna í haust sýndi að þar er lag fyrir þá og eftir brotthvarf Margrétar Sverris úr flokknum og minnkandi fylgi eftir það, varð eitthvað að gera.
Umræða um þessi mál er nauðsynleg en jafnframt afar eldfim. Umræðan getur auðveldlega snúist úr því að ræða hugsanleg vandamál í að skapa vandamál. En hver eru þessi hugsanlegu vandamál og hvaða vandamál getur umræðan skapað?
Það er ljóst að vinnumarkaðurinn var engan veginn í stakk búinn til að takast á við hinn mikla uppgang í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Við höfum einfaldlega ekki mannskap til þess að vinna þau verk sem í boði eru. Þess vegna tökum við fagnandi fúsum vinnuhöndum. En það getur enginn reiknað með að svona ástand verði viðvarandi hér. Það eru ekki mörg ár síðan Bubbi Morthens hélt sérstaka baráttutónleika í Borgarleikhúsinu sem bar yfirskriftina "Atvinnuleysi, komið til að fara". Þá var spjótunum beint að ríkisstjórninni og hún sögð vanhæf til verka.
Fyrir tíma þenslunnnar þá töluðum við um að innflytjendur væri auður sem hlúa bæri að, auðgaði menningu okkar og fjölbreytni, ekki veitti af. Í dag erum við að tala um allt öðruvísi innflytjendur. Hingað streymir fólk í stórum stíl í formi farandverkamanna. Fólks, aðallega karlmanna, án fjölskyldna sinna sem koma gjarnan frá svæðum þar sem mikið atvinnuleysi er og bóta og velferðakerfi er af skornum skamti ef nokkuð. Þegar uppsveiflan hættir hér, sem hún hlýtur að gera fyrr eða síðar, þá er það ekki sjálfgefið að farandverkamennirnir snúi heim á leið, þar sem þeir hafa að engu að hverfa. Hér hafa þeir öðlast réttindi sem þeir munu ekki fúlsa við. Er þjóðfélagið í stakk búið til að uppfylla þær skyldur sem það á að gegna gagnvart þessu fólki? Munu Íslendingar hafa það umburðalyndi sem til þarf þegar farandverkamennirnir fara að þyggja í stað gefa. Í dag er samkeppni um vinnuafl, í samdrætti er samkeppni um vinnu.
Þegar þessum fleti er velt upp í málefnum útlendinga, þá er hætt við að stutt sé í fordóma. Að umræðan fari í farveg upphrópana og ýkjuáróðurs gegn útlendingunum og þá verður fjandinn laus. Frjálslyndi flokkurinn vill ræða þessi mál og það á ekki að hrópa það niður þó augljóst sé að þeir ætli sér í atkvæðaveiðar út á málefnið. En á meðan enginn vill ræða þetta þá munu þeir stjórna þeirri umræðu. Vilja hinir flokkarnir það?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
- Trump tryllir kellingarnar
- Að taka pokann sinn
- Forsetarnir fylgdu þeim elsta
- Augljósasti sparnaðurinn
- Grænlandsfárið
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
Athugasemdir
Ég er nú aldeilis sammála þér að mörgu og að einu leiti algjörlega og það þarf að ræða þessi hluti. En svo er alltaf spurning um hvernig á að ræða svona málefni, hvar er póllinn sameiginlegastur. Ég sá í sjónvarpinu Kristinn Snæland tala á fundi Frjálslyndra og miðað við það hvað hann lét útúr sér þá er ekki mikið um umræðugrundvöll af neinu tagi við Frjálslynda. Flokkur sem mér finnst einskorða sig við kynþáttamismunun á bara ekki upp á pallborðið hjá mér. Það lyktar einhvern veginn einosg Hitler sé afturgenginn. Magnús Þór talar einsog að hann vilji ræða þessi hluti en undir niðri finnst mér bóla á einhverju öðru, og ef það annað nær að komast til fólksins sem einhver heilagur sannleikur þá segi ég ekki annað en Guð veri með Íslendingum, því ekki veitir þeim af.
Það er alltaf hættulegt að bjóða fólk velkomið og stinga það síðan í bakið með því að það sé að ræna vinnu af svo og svo mörgum Íslendingum. Ég er sammála þér um að ef þessu er velt uppí málefnum útlendinga verði eftirleikurinn sem þú segir.
En þetta er flott grein hjá þér.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:03
Flott grein Gunnar. Ég held að allir hljóti að vera sammála um að það þarf að ræða þetta og athuga hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja að "kerfið" klikki þegar til kemur. Þetta fólk mun eiga jafnan rétt og við og ekkert út á það að setja. Hinsvegar finnst mér að þetta eigi ekki að vera kosningamál, heldur ætti að ræða þetta eftir kosningar. Yfirlýsingar FF jaðra við rasisma að mér finnst.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.4.2007 kl. 17:14
Eins og ég hef nefnt hjá mér þá þarf að ná þessari umræðu af útlendingahatursplaninu sem Frjálslyndir virðast vera að reyna að ná henni á. Það er laukrétt að þessi mál þarf að ræða en það má heldur ekki gera úlfalda úr mýflugu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.4.2007 kl. 17:22
Hmm, útlendingarnir eru ekki vandamál, um það held ég að allir séu sammála. Vandamálið er þenslan og þá að atvinnurekendur sjá í innfluttum útlendingum gróðavon. Um leið sjá sumir atvinnurekendur möguleika í því að ráða ekki eða jafnvel segja upp þeim sem eru á markaðslaunum og ráða í vinnu þá sem sætta sig við taxtalaunin.
Lausn?
Verkalýðsfélögin ættu auðvitað að reyna að spýta í lófana og kannski væri fín byrjun að atvinnurekendur borguðu sömu laun fyrir sömu vinnu. Svo held ég að gámar séu ekki ásættanlegt íbúðarhúsnæði og eiginlega er sjálfsögð krafa að menn búi yfir lágmarkskunnáttu í tungumálinu. Þá meina ég raunverulega lágmarkskunnáttu því að það hefur spurst að sums staðar geti menn ekki sagt frá því sem er bilað, verði að benda - og það er t.d. erfitt í síma við bakvaktarviðgerðarmenn.
Sem sagt, byrjum á atvinnurekendum, ekki satt?
Berglind Steinsdóttir, 4.4.2007 kl. 19:02
Ég held að langflestir sjái að útlendingar eru ekki ekki vandamál í dag. En ég er að tala um hugsanlega vandamál í samdrætti í þjóðfélaginu. Þegar Íslendingar fara að bítast við útlendinga um vinnu, þegar atvinnuleysisbætur duga ekki til framfærslu o.s.frv. Þegar svoleiðis ástand skapast í þjóðfélaginu og launafólk fer að undirbjóða hvert annað, þá getur skapast andrúmsloft hérna sem við höfum ekki kynnst áður. Þá förum við e.t.v. að sjá ofbeldi og hatur í nýjum hæðum. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta ástand geti skapast og við eigum að gera ráðstafanir í dag til undirbúnings en ekki láta þetta koma okkur að óvörum. Hugsanleg vandamál í framtíðina geta reynst okkur ofviða eftir að þau hafa dunið yfir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.