Hvar voru V-Grænir?

Mikil hátíðarhöld voru á Reyðarfirði í gær í frábæru veðri. Verið var að fagna þeim tímamótum að fyrstu kerin í verksmiðjunni voru gangsett. Allir forystumenn stjórnmálaflokkana voru viðstaddir þessa stund, NEMA fullrúar frá VG. þeir eru orðnir stærsti flokkur kjördæmisins samkvæmt síðustu skoðanakönnun með um 27% fylgi og það að mæta ekki á væntanlega að undirstrika andstöðu þeirra við þessar framkvæmdir á austurandi. Ég myndi skilja þetta statement frá þeim ef þeir hefðu hreinan meirihluta í kjördæminu en með rúml. fjórðung kjósenda í skoðanakönnun sem er langt umfram kjörfylgi þá finnst mér þeir sýna tæpl 73% kjósenda lítilsvirðingu með fjarveru sinni

Ég reyndar saknaði þeirra ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég held að þessir blessaðir vinstrimenn séu búnir að steingleyma verkafólkinu sem þeir voru eitt sinn að berjast fyrir.

Þorsteinn Sverrisson, 1.4.2007 kl. 15:46

2 identicon

Ágæti Gunnar verð að byðja þig afsökunar á að ég reyni að koma skilaboðum til hans Eyþórs Arnalds hér inn á þína síðu, þar sem ég kemst ekki inn á síðuna hans . Það sem mig langar að segja er þetta: vikta á að skrifa, vigta,  leiðist  að sjá slíkar villur. Hitt er,  það sem hann segir, að Davíð vari við þenslu vegna álversstækunnar er það sem VG hafa einmitt verið að benda á undanfarið. Svo þetta að VG mættu ekki  á hátíðarhöldin á Reyðarfirði þá er ég á öndverðum meiði við  þig Gunnar, auðvitað söknuðu allir þess að þeir skyldu ekki láta sjá sig.   Með þakklæti fyrir birtinguna.   

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband