Ágúst Ólafur Ágústsson Alþ.maður veltir fyrir sér í bloggi sínu hvar allt gamla fólkið á Íslandi sé. Ágúst Ólafur segir:
"....En hvar er allt gamla fólkið? Ég hef það á tilfinningunni að maður sjái mun meira af öldruðu fólki erlendis en hér á landi. Þegar meðalaldurinn hér er um og yfir 80 ár ætti sýnileiki þessa þjóðfélagshóps að vera talsvert meiri en hann er nú..."
"Ég geri mér grein fyrir því að veðrið spilar án efa einhverja rullu hér en erlendis sér maður oft eldra fólkið sitjandi í hugglegum almenningsgörðum, teflandi, spjallandi, spilandi eða einfaldlega horfandi á mannlífið...."
" Ætli sú staðreynd að stofnanavist meðal eldri borgara er mun meiri hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndum eigi sinn þátt í þessu? Eflaust".
Mín skoðun er sú að Þó fólk fái inni á stofnunum þá er ekki þar með sagt að það sé karlægt. Frekar að það stundi sína félagsvist inná sumum þessara heldrimanna blokkum. Þar er víða félagsleg aðstaða. Kjör eldra fólks hér eru langt yfir meðaltali í Evrópu, svo það er nú frekar langsótt að kenna því um. Félagsfælni gæti verið skýring.
Flokkur: Bloggar | 28.3.2007 (breytt 29.3.2007 kl. 00:07) | Facebook
Athugasemdir
Já það er þetta með eldra fólkið. Ég svo sem veit ekki hvað skal segja um það. Það verða allavega ekki nema bara vangaveltur og hugleiðingar, hvað það er sem veldur því að Íslensk gamalmenni flykkjast frekar í blokkir en ekki heimahús.
Ein af ástæðum þessa er sjálfsagt Íslenskt þjófélag í dag. Hér áður fyrr þótti ekkert stórmál að hafa ömmu og afa inná heimili hjá sér og maður sá það í Rvík á mínum bernskuslóðum að gamla fólkið var þá í stórum stíl inn á heimilum skyldmenna. Reyndar var búið þá að byggja Grund og trúlega byrjað á Hrafnistu. Og unga fólkið beið sjálfsagt í startholunum með að losa sig við ömmu gömlu og af inná þessar stofnanir.
Ég ekki líka nokkuð viss um eins og þú segir að Íslenskt veðurfar spilar þarna mjög stóran þátt og trúlega enn stærri en nokkurn grunar. Ég get ekki ímyndað mér neitt nöturlegra en húka niður á Lækjartorgi í norðan15 - 20 mms og reyna að spjalla við einhvern um daginn og veginn. Ekki er aðstöðunni fyrir að fara þar, nánast engir bekkir, af því borgarlýðnum finnst það merki um ómenningu að hafa einhverja hangandi á bekkjum. Það hefur nefnilega gleymst í öllu þessum kosninga loforðum undanfarna ártugi að byggja "Öldruðum áhyggjulaust ævikvöld."
Þeir mættu minnast þess að þetta loforð kanski ekki svona orðrétt en nánast til er gefið fyrir hverjar alþingiskosningar. Við verðum held ég að reyna að byggja betri borg. Borg fyrir fólk borg þar sem fólk á göngu um Laugaveginn og Austurstræti og allan miðbæinn, getur fundið sér ókeypis afdrep með hita og ljósi þar sem það getur í ró og næði setið við hugleiðingar dagsins í dag.
Nota bene,
Baldvin
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:04
Ég gleymdi að minnast á Hlemm. Þar er einn vinsælasti samkomustaður alskonar fólks. Þar getur maður einsog Ágúst tekið slagæðina og tékkað á púlsinum í Rvík. Þar hefur fólk ókeypis aðstöðu undir því yfirskini að bíað eftir strætó, og hita og ljós. Þar er gamalt fólk þar eru fyllibyttur og eiturlyfjasjúklingar allir í góðu yfirlæti. Maður heyrir allavega ekki neinar sögur af neinum látum þarna. En kanski er þetta breytt frá því ég man eftir því eða hvað.
Baldvin
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:24
Takk fyrir þessa ágætu athugasemd Baldvin. Tíðarandinn er bara svona í dag. Ég held að ég vildi ekkert vera inn á börnunum mínum í ellinni ef úrræði væru fyrir hendi, t.d sérstakar íbúðarblokkir fyrir eldri með félagsaðstöðu og heimahjúkrun fyrir þá sem þess þurfa. Auðvitað vill maður eiga góð samskipti við börn og barbabörn. Það er hvers og eins að rækta það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 14:37
Já kanski ekki alveg það sem ég var að meina Gunni minn. Heldur hér áður fyrr þá var eldra fólkið sýnilegra í þjóðfélaginu einmitt vegna þess að það var inná gafli hjá vandamönnum. Ekki skilja það svo að það hafi verið vilja gamla fólksins eða unga fólksins. Heldur voru kostirnir ekki fyrir hendi. Ég er algjörlega sammála þér með allt hitt. Bara talað frá mínu hjarta.
Baldvin.
Baldvin Badlvinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á aldur er að ég held ólíkari hvað félagsleg samskipti varðar en sömu kynslóðir víða í nágrannalöndum okkar. Og þó sérstaklega ef við horfum sunnar í álfuna. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi t.d. er það aldagamall kúltúr að spjalla, spila eða hvað eina í görðum og veitingahúsum eða hvar svo sem hægt er að tilla sér niður. Þennan kúltúr þekkja ekki eldri Íslendingar. Fólk er ekki vant hér spjalli um allt og ekkert á götum úti. Hvað þá að spila. Eða að fara nokkuð í erindisleysu.
Ég held að þetta muni breytast þegar yngri kynslóðir dagsins í dag komast á efri ár. Eða ég vona það a.m.k. En auðvitað spilar veðrið hérna stóra rullu. Ómar Ragnarsson vill selja útlendingum rokið og rigninguna. Vonandi tekst honum að selja það allt, en skilji eftir góða veðrið handa okkur.