Gömul skýrsla - nýrri til

Í fréttinni segir um efstu myndina, um fjölda múslima í Evrópu, að gögnin séu frá PEW research forum, frá árinu 2010. Skýrslan PEW sem ég vísa í er frá 2013 og hún sýnir rannsóknir sem gerðar voru 2008-2012. 

http://www.pewforum.org/files/2013/04/worlds-muslims-religion-politics-society-full-report.pdf

Skýrslan er 226 bls. og fjallar um afstöðu múslima um heim allan um ýmsar siðferðisspurningar. Segja má að skýrslan upplýsi um "Allt sem þú vilt vita um múslima (en þorir ekki að spyrja) wink

Margir tala um öfga múslima v/s hófsama og að hinir öfgakenndi séu í miklum minnihluta. Það er auðvitað skilgreiningaratriði hvers og eins, hvað eru öfgar og hvað ekki. Við hljótum að geta fallist á það að 1% sé mjög lítill minnihluti en 1% múslima eru samt 16 miljón manns og það er ekki lítið. Í mörgum siðferðislega áleitnum spurning kemur þó í ljós að munurinn milli múslima og vestrænna samfélaga er gríðarlegur og í raun sláandi. Nokkur dæmi:

Í löndum þar sem múhameðstrú er ríkistrú (yfirgnæfandi meirihluti múslima í heiminum lifa í slíkum löndum) er spurt um sharia-lög.

Myndirnar verða skýrari ef smellt er á þær

sharia

Spurt er um hvort grýta eigi konur fyrir framhjáhald.

stoning 

Spurt er um hvað af þessu er siðferðislega rangt

siðferðisspurningar

Spurt er hvort sharia-lög eigi bara að gilda fyrir múslima eða alla

sharia2

Hér er m.a. spurt hvort taka eigi fólk af lífi fyrir að yfirgefa Íslam

deth

Margar mjög svo upplýsandi töflur eru þarna um skoðanir múslima á nánast öllum siðferðis og deilumálum. Þegar tekið er tillit til þess að múslímar eru 1.600 miljónir, þá sjáum við að ýmis öfga sjónarmið njóta fylgis hundruða miljóna múslima um heim allan.

Er slæmt að benda á þetta? Já, hugsanlega gangvart "hófsömum" múslimum á Vesturlöndum sem gætu orðið fyrir fordómum. En þá er hægt að spyrja: "Hvað er hófsamur múslimi? Ég þekki nokkra múslima bæði hérlendis og erlendis. Ég hef spurt nokkra þeirra um teikningarnar í Jyllands Posten og Charlie Hebdon. Allir segja að myndirnar séu ósmekklegar og særandi en fordæma hryðjuverk vegna þeirra.

Ég finn til með þeim íslensku múslimum sem ég þekki vegna atburðanna í Frakklandi. Þetta er allt prýðis fólk og jafnvel rúmlega það. En ég velti því fyrir mér hvort þeir geri sér grein fyrir því hversu hátt hlutfall múslima eru öfgafullir á alla vestræna mælikvarða. 


mbl.is Vekur umræðu um tjáningarfrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi skýrsla er mjög upplýsandi Takk fyrir Gunnar.

Guðmundur Jónsson, 16.1.2015 kl. 09:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið, Guðmundur

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2015 kl. 10:57

3 Smámynd: Mofi

Ef það væri ekki fyrir blog heima, væri þá einhver að benda á þessara staðreyndir?  Ég held ekki.

Mofi, 16.1.2015 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband