Þeir undirbúa brottrekstur sinn vel

Blaðamennirnir Jón Bjarki og Jóhann Páll voru miklu fremur að flytja mál en að flytja fréttir af lekamálinu. Slíkt er óviðeigandi af óháðum blaðamönnum, burtséð frá hvort fólk hylli málflutninginn eða ekki.

"No Borders" eru samtök sem berjast fyrir afnámi allra landamæra og blaðamennirnir ungu ganga erinda þeirra samtaka. Þeir eiga að þiggja laun sín þaðan en ekki frá fréttamiðlum. 

"No Borders" mennirnir skynja sennilega að dagar þeirra hjá DV séu taldir. Þeir eru farnir að undirbúa brotthvarf sitt og koma fram í sjónvarpi RUV og grafa undan nýja yfirmanni sínum, Eggerti Skúlasyni.

Þeir vilja að almenningur álíti þá fórnarlömb óvinveittrar yfirtöku á DV.


mbl.is „Brandari“ að Eggert sé ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Jón Bjarki sagði jafn­framt að ljóst að þar sem Eggert sé orðinn rit­stjóri sé ör­uggt að DV á morg­un verði ekki það sama og DV sem þeir tveir hafi starfað hjá und­an­far­in ár."

Það er vonandi rétt hjá honum, því að þá getur blaðið bara orðið betra. Það er það sem Hallgrímur hefði átt að gera á sínum tíma: Að reka alla blaðasnápana með tölu og ráða alvöru blaðamenn, sem láta ekki lygar og rógburð ráða ferðinni. Að vera pólítískt vinstriblað og gagnrýnið á ríkisstjórn og yfirvöld er fínt, en það er ekki í lagi að stunda mannorðmorð og níð upp á hvern einasta dag.

Frá byrjun hefur DV verið sorpsnepill. Með nýrri ritstjórnarstefnu og eftir að grisjað hefur verið út í starfsmannaliðinu gæti DV orðið alvöru, óháð dagblað, vinstrisinnað eða ekki. En ég vil sjá það gerast áður en ég trúi því. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 10:30

2 identicon

Gott að losna við blaðasnápa og fá blaðamenn í staðinn. Að vísu væri hægt að spara mikið með að ráða þá ekki og notast við hið heilaga rit, Morgunblaðið, og skipta bara út nafni þess og fá smá grænan lit á forsíðuna. Þá fengi stærri prósenta þjóðarinnar hinn gullna boðskap Hádegismóra beint í æð ... eða var það í rassgatið?

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 11:46

3 identicon

Jón Páll, ég hef nú engar tálvonir um að DV og dv.is komist upp á það háa stig blaðamennsku, sem Morgunblaðið og mbl.is er á, en það þurfa auðvitað ekki allir að vera beztir.

Ef þér finnst eitthvað hafi verið varið í DV undanfarin 10 ár eða svo, þá ertu illa haldinn. Jafnvel News of the World var á hærra plani en DV, en sem kunnugt er var það lagt niður því að það var á leiðinni niður á það lága plan sem DV hefur alltaf verið á.

smile

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband