Ísbreiða Suðurskautsins stækkar og stækkar

Árið 2012 var óvenjulegt á Norður heimskautinu. Aldei hafði mælst eins lítil ís á svæðinu og það ár, en hafa verður í huga að nákvæmar mælingar hafa ekki staðið yfir nema í ca. 40 ár.

2012 var ekkert hlýrra en sl. 15 ár eða svo, en óvenjulegir vindar á Norðurskautinu munu hafa kurlað ísinn og dreift honum suður á bóginn. Útlit er fyrir að meiri ís verði þetta árið, eins og fram kemur í bloggi Ágústs H. Bjarnason

S_stddev_timeseries

Ísinn eykst á Suðurskautinu.

Er Suðurskautið ekki örugglega á sama hnetti og Norðurskautið? FootinMouth


mbl.is Norðurísinn aldrei hörfað hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú og í ofanálag er Suðurskautið aldrei nefnt frekar en það sé ekki til.

Hvers vegna?

Jú þá breytast niðurstöðurnar og umhverfis-terroristarnir lenda á vandræðum með áróðurinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 12:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

einmitt

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2013 kl. 16:26

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar þú mátt ekki rugla ísbreiðunni á Suðurskautinu (jöklum á landi á Suðurskautinu) við hafís. Hafís útbreiðsla á Suðurskautinu hagar sér á annan veg en á Norðurskautinu, t.d. bráðnar nánast allur hafís á Suðurskautinu ár hvert...sem ekki á við á Norðuskautinu. Sú staðreynd að hafísinn á Suðurskautinu sé í meira lagi í ár og undanfarin ár, er í sjálfu sér ekkert einkennilegt, enda hefur það orsakir sem eru að mörgu leiti þekktar.

Það er staðreynd að jörðin er að hlýna vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. Þó að þið félagarnar kallið vísindamenn og aðra þá sem vilja koma þeirri vitneskju áleiðis terrorista, vistkvíðasjúklinga og aðrar persónulegar aðdróttanir, þá breytast staðreyndirnar ekki hið minnsta. En að sjálfsögðu, þá er málatilbúnaður þeirra sem afneita loftslagsvísindum með rökleysum og persónulegum uppnefnum með til að hægja á því að eitthvað verði gert í málinu...en hvað um það - flestir munu átta sig fyrir rest að vísindin hafa í aðalatriðum löngu svarað spurningum varðandi núverandi hlýnun og af hvaða völdum hún er. Hlýnunin mun svo halda áfram og þá verður fróðlegt fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að skoða pistla eins og þennan og marga aðra þar sem reynt er að snúa út úr málinu með tómu rugli.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.8.2013 kl. 18:13

4 identicon

Það er nóg fyrir mig að fara aftur í tímann og skoða það sem sagt hefur verið um veðurfar. Líka skoða það sem skrifað hefur verið um steingervinga s.l. á Vestjörðum. Hvort menn hafa lifað á því hlýindarskeiði er annað mál. En einhvers staðar á hnettinum hefur það verið.

Auðvitað erum við, ekki kannski Íslendingar, en þeir gera samt eins og þeir mögulega geta, að skemma lífið á Jörðinni. Og tel ég mig þar með, þó það séu tugir ára síðan ég fór að flokka lífrænt og hitt i sundur.

Ég hef samt komist að því að að flokka og skila er erfiðara en í sveitinni fyrir norðan. maður vill gera betur, en er ekki boðið uppá það. mengun af útblæstri bíla, ja meðan ekki er boðið uppá ódýrar og miklu betri samgöngur þá er það bara einkabíllinn fyrir mig.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband