Ég var nýlega staddur á grísku eyjunni Krít í sumarleyfi. Við hjónin ákváðum að fara í gönguferð um Samaria gljúfrið , sem hefur verið þjóðgarður í um 50 ár.
Eftir um 80 mínútna rútuferð frá Sirios Village hótelinu í Chania, vorum við komin í 1250 m. hæð, en þaðan hófst göngutúr dagsins niður Samaria gljúfrið og alla leið til sjávar, um 15 km leið. Á bak við rútuna má sjá Hvítufjöll (e. White mountains). Fararstjórinn kallaði þennan ljósa lit fjallanna; "Limestone", sem ég hygg vera kalksteinn, en hann veðrast fremur auðveldlega af völdum vatns.
Þarna var hitinn kl. 8 að morgni um 15 gráður og manni fannst það eiginlega frekar svalt eftir að hafa fengið nokkra daga til að venjast 26-30 stiga hita. Hitastigið hækkaði þó fljótt eftir því sem neðar dró í gljúfrinu. Aðgöngumiðinn í gljúfrið kostaði 5 evrur, eða 812 íslenskar krónur. Allir borguðu þetta gjald með glöðu geði, enda sjá allir að fénu er varið til að standa straum af kostnaði við að þjónusta svæðið með t.d. salernisaðstöðu og öryggisgæslu.
Fallhæð fyrstu þriggja kílómetra göngunnar er um 1000 metrar og því er stígurinn (ef stíg skyldi kalla) í óteljandi hlykkjum niður snarbrattan gljúfurvegginn. Hitinn var aldrei óbærilegur í gilinu, því ágæt gola strauk vangan reglulega og tré og fleira gáfu ágætan skugga víðast hvar. Hvíldarstaðirnir (rest-stoppin) voru á um hálftíma fresti í brattasta og erfiðasta hluta gljúfursins. Á þeim var ferskt rennandi vatn úr fjallalæk, til ókeypis neyslu fyrir þyrsta göngugarpa. Bekkir og borð voru í skugga krónumikilla kastaníu og furutrjáa. Bannað er að reykja í gljúfrinu, nema á hvíldarstöðunum vegna eldhættu.
Fararstjórinn enskumælandi, hin gríska Georgia, varaði okkur við ýmsum hættum á leiðinni og að gera bara eitt í einu á göngunni, þ.e. til dæmis þegar maður gengur, þá er maður BARA að ganga, en ekki að skoða líka eða taka myndir. Það er ekki gott að slasa sig í gljúfrinu, því nokkurn tíma tekur að koma fólki til bjargar, þar sem ómögulegt er að koma vélknúnum farartækjum við. Ef þú slasast... þá er þetta "sjúkrabíllinn", asninn sem kemur þér til bjargar. Eflaust finnst mörgum þetta rómantískt en raunveruleikinn er fljótur að kippa fólki niður á jörðina þegar slys ber að höndum.
Spaugarar hafa sett þetta sprek undir, eins og það varni því að kletturinn velti niður hlíðina.
"Stórkostleg hætta!! Gangið hratt framhjá"
Þetta "öryggisnet" fyrir fallandi grjóti veitti enga sérstaka öryggistilfinningu
Slökkvistöð framundan
... engin slökkviliðsstjóri. Hér verða allir að hjálpa til ef eld ber að höndum.
Víða var stórkostlegt útsýni
Oft var "stígurinn" bara óljós slóði í stórgrýttri urð uppþornaðs árfarvegar. Hamraveggirnir eru allt að 400 metra háir.
Hví skyldi ekki vera hægt að bjóða upp á svona ferðir í Hafrahvammagljúfur neðan Kárahnjúkastíflu? Kláfur niður stífluvegginn norðanmegin og stigi upp einhversstaðar neðar á fallegum stað.
Það er með ólíkindum hvernig tré ná að skjóta rótum. Hér vex kastaníutré út úr klettavegg. Seint verður það að voldugu tré, trúi ég.
Þarna takast eiginlega á stálin stinn, þó þetta sé tré og grjót
Krítversk villigeit í útrýmingarhættu (Krí-krí), á griðarstað í Samaria- gljúfrinu. Þessi varð á vegi okkar, ráðvilt og óttasleginn þegar hún sá okkur, en skokkaði svo í burtu léttfætt en fótviss í urðinni.
Hvíldarstaður, (rest-stop). Elstu furur gljúfursins eru um 2000 ára gamlar. Þegar þessi spíraði úr jörð, var Jesú í vöggu, ekki svo langt frá þessum stað.
Mörg fögur blómin vöktu áhuga ljósmyndara
Hvítufjöll eru kalksteinsfjöll sem auðveldlega veðrast í rigningum. Hér má sjá upp eitt hliðargljúfrið.
Ýmsar skemmtilegar jarðmyndanir má sjá í gljúfrinu. Krít er gömul eldfjallaeyja á flekamótum Afríku og Evrópu en fjöll eyjunnar eru þó að mestu fellingafjöll, líkt og Alparnir.
Hér má sjá nærmynd af einu hraunlaganna. Þykktin er u.þ.b. 7-8 cm.
Hér er gljúfrið farið að þrengjast all svakalega
Mjósti hlutinn, 3-4 metrar, 400 metrar upp
Þegar göngunni loks lauk, 6 klukkutímum eftir að hún hófst, varð þreyttum ferðalöngum þetta fögur sjón.
Við gátum varla beðið með að skutla okkur í silfur tæran og svalan Líbíu- sjóinn og skola af okkur ferðarykið og svitann...
... fyrst eina af þessum einbeitta ljósmyndara, og svo útí... Splash!!! mmm..
Greiða gjaldið með glöðu geði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Athugasemdir
Fallegar myndir, sem vekja gamlar minningar. En er hótelið sem þið eruð á ekki í Norðmannahelvítinu vestan af Chania norðan við gamla veginn til Kissamo? Ég kannast vel við svæðið og þekki "rabbínan" í Chaníu, Nikos Stavrolakis og hef eitt sinn skrifað um hann í danskt tímarit. Kom þarna fyrst árið 1986. Nú hefur öllu verið breytt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2013 kl. 07:08
Jú, það er eins og þú lýsir því. Hótelið ætti frekar að kallast "Svíahelvíti", því góður helmingur gestanna eru Svíar
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2013 kl. 08:54
Ég man þegar ég var þarna síðast, að það var ekki hægt að aka gamla veginn fyrir vestur fyrir fullu, ljóshærðu fólki.
Ég á mér draum að eignast hús vestast á eyjunni þar sem hrjóstrugt og sums staðar vindrassgat. Ég myndi kaupa mér stað með sítrónulundi og 10 ólívutrjám, 4 geitur, nokkur hænsn og asna til að ríða á og gerast Kriti partisan. Verð víst að vinna í Eurolotto fyrst. Það er nefnilega orðið svo dýrt að vera Grikki eftir að þeir voru lokaðir inni í skuldafangelsi Angelu Merkel.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2013 kl. 09:38
Vindrassgat á þessum slóðum væri eina vitið fyrir þurs eins og mig, af norskum víkingaættum. Það er einmitt kostur við Krít, hafgolan er sjaldnast langt undan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2013 kl. 14:46
Krít er yndislegur staður, ég hef marg oft sótt eyna heim og gæti eins og Vilhjálmur vel hugsað mér að eiga þar kot við sjóinn.
Ég gekk Samaria gljúfrið 2007 og fékk tímann 5 klst og 45 mín og mjög sáttur með það. Það var 36 stiga hiti þann dag og lá við að gljúfrinu væri lokað sökum hita.
Næstu dagar voru erfiðir, ég varð t.a.m. að ganga aftur á bak niður allar tröppur sökum strengja. Er gangan ekki rúmir 18 km með spottanum niður í Roumeli?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2013 kl. 20:32
Hér má sjá myndir úr göngunni.
http://axeljoh.123.is/photoalbums/59982/
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2013 kl. 20:33
Ég var með strengi í kálfum og lærum í 3 daga.
Gangan er 15 km. og gljúfrið allt er 17
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2013 kl. 03:54
Stendur reyndar hér: http://www.utlond.is/stuff.php?city=8&menu=6&id=325 að gangan sé 16 km. en 13 km. í þjóðgarðinum sjálfum. Meiri fróðleik má finna á ofangreindri slóð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2013 kl. 08:55
Flottar myndir, Axel
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2013 kl. 08:56
...það var erfitt að labba niður tröppur fyrstu dagana eftir gljúfurgönguna, uppganga var mun auðveldari.
Við þessa bröttu göngu niður fyrstu 3 kílómetrana, uppgötvuðust nýir vöðvar í kálfum og framanverðum lærum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2013 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.