Menn deila um orsök og afleiðingu bankahrunsins 2008.
Að mínu mati var orsökin firring bankaeigenda og stjórnenda þeirra. Ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan hinn vestræna heim og þó víðar væri leitað.
Alþingismenn nánast allir, að sjálfsögðu undanskyldum þingmönnum VG, kynntu undir firringuna í ræðu og riti. Fjölmiðlar tóku að mestu svikalaust undir. Og að lokum var það almenningur sem fullkomnaði glæpinn með neyslu sem hann tók að láni.
Íbúðalánasjóður starfaði í þeim anda sem ríkti í þjóðfélaginu á þessum tíma og átti erfitt með að slíta sig frá græðgisvæðingunni sem grafið hafði um sig í huga fólks, þar sem mottóið var "Allt fyrir ekkert!", eða því sem næst.
Bankarnir biðu átekta. Þeir fóru ekki á fullt skrið á húsnæðismarkaðinum, með gengdarlausum auglýsingum um ágæti penninganna sem þeir voru tilbúnir að rétta ÞÉR á afar hagstæðum kjörum, fyrr en íbúðalánasjóður hafði varðað veginn. Auk þess áttu allir að verða ríkir á hlutabréfakaupum og þess vegna var kjörið að lána fyrir kaupum á þeim. Lán var veitt til alls, sama hversu vitlaus hugmynd lá að baki.
Allir hljóta að sjá að það græða ekki allir nema raunveruleg verðmætaaukning eigi sér stað. Það er engin verðmætaaukning fólgin í því að fjárfesta í einhverju sem gengur ekki upp, þ.e. skilar ekki með einhverjum hætti til baka, aurunum sem fóru í verkefnið.
90% lánunum ekki um að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.7.2013 (breytt 11.7.2013 kl. 10:30) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
- Svona lítur áhöfnin út á nýju "RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisstjórn:
Athugasemdir
Stærstur hluti þeirra peninga er tapast hafa töpðuðust vegna þess að sjóðurinn sat uppi með krónur (skiluðum lánum) en skulduðu í erlendum gjadmiðli.
Síðan var fjármögnun sem ekki þurfti á að halda (70 ma) + það að þeir peningar voru svo lánaðir bönkunum.... sem þýddi að þeir komu tvöfalt til baka og yrðu því fyrir "forsendubresti" eins og allar aðrar krónur.
Það er því ekki um eginlegt tap að ræða heldur fremur að gengið féll og skuldirnar uxu því hraðar en eignirnar.
Óskar Guðmundsson, 10.7.2013 kl. 11:25
Góð færsla að mestu sammála, en eins og þú veist er ekkert að marka bloggara samkvæmt því sem forsetinn sagði í gær.
Kristbjörn Árnason, 10.7.2013 kl. 13:24
En voru það ekki stjórnmálamennirnir sem tóku ákvörðunina að fá braskarana og vildarvini sína bankana í hendur?
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur bera meginábyrgð á ógæfunni. Á þeim bæjum ríkir afneitun og þeim fyrri hafa verið boðuð kosningaloforð í stíl við lýðskrumarann Berlúskóní.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 20:58
Ég er orðinn leiður á að slást við vindmillur
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2013 kl. 03:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.