Fyrir þó nokkuð mörgum árum var íbúakosning í Reykjavík um hvort leyfa ætti hundahald. Lítil þátttaka var í kosningunni og hundahald var bannað. Þorri fólks á ekki hunda þó flestum líki við þá, en málefnið stendur þeim ekki nægilega nærri til að mæta á kjörstað. Þeir sem láta sig varða svona mál á annað borð, skiptast í tvær heitar fylkingar, með og á móti.
Í skoðanakönnun einhverjum mánuðum eftir kosningar kom í ljós að meirihluti borgarbúa vildi leyfa hundahald. Hinir heitu andstæðingar hundahalds í borginni höfðu sitt fram, því þeir mættu á kjörstað.
Mikill meirihluti þjóðarinnar (63%) lét sig lítið varða skoðanakönnun ríkisstjórnarflokkanna um tillögur hins ólöglega kosna stjórnlagaráðs og mætti ekki á kjörstað. Af þeim sem mættu, (37%) vildi ágætur meirihluti leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Þessi meirihluti verður þó seint kallaður meirihluti þjóðarinnar, því einungis um fjórðungur kosningabærra manna sagði "já" við tillögunum, sem vel að merkja voru ekki bindandi heldur einungis ráðgefandi.
Þeir sem vilja fara sér hægt í breytingum á stjórnarskrá eru sakaðir um að vilja alls ekki breyta neinu. Það er alrangt en ríkisstjórnarflokkarnir í andaslitrum sínum hanga á málinu í von um vinsældir. Það voru jú kjósendur þeirra sem voru í miklum meirihluta þeirra sem mættu á kjörstað í skoðanakönnuninni.
Þorvaldur Gylfason er svo sér kapituli í málinu. Hann talar um svívirðingu og valdarán ef þingið samþykki ekki tillögur stjórnlagaráðs. Hann telur að "þjóðarviljinn" sem honum er tíðrætt um, þ.e. fjórðungur þjóðarinnar sem sagði "já" við almennt orðuðum, óljósum og villandi spurningum, skili sér til hans (Lýðræðisvaktarinnar) í kosningunum í vor. Ég hlakka til að sjá viðtöl við hann eftir kosningarnar. Það verður fróðlegt að heyra útskýringar hans á hroðalegri útreið.
Leiðrétting: Þessar þátttökutölur, 63 og 37% eiga við um kosninguna til stjórnlagaþings. Kosningin um tillögurnar skreið rétt yfir 50% og samþykkir voru um þriðjungur kjósenda. Að öðru leyti stendur pistillinn fyrir sínu.
Skylda þingmanna að greiða atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.3.2013 (breytt 11.3.2013 kl. 16:14) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Þessi furðufugl hann Þorvaldur er eins og þú segir sér kapituli,maður eflist í sannfæringu sinni að þetta lið verður að víkja.
Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2013 kl. 13:11
Það er spurning hvort þáttakan hefði orðið betri í þessari skoðanakönnun, ef fyrsta spurningin hefði verið um hvort nota ætti tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Eins og fólk ætti að muna, þá var spurt hvort þessar tillögur ættu að vera grunnur að nýrri stjórnarskrá, ekki hvort þær ættu að verða að nýrri stjórnarskrá.
Það er a.m.k. víst að niðurstaðan hefði orðið á annan og verri veg fyrir stjórnarráðsmenn, ef spurningin hefði verið orðuð á þann hátt sem þeir nú kjósa að túlka hana.
Þorvaldur Gylfason hefur dæmt sig út í horn sjálfur. Enginn hefur ráðist með jafn skýrum hætti gegn Alþingi og valdi þess sem hann!!
Ef hægt er að tala um tilraun til valdaráns á Íslandi, er það framferði Þorvaldar og hans meðreiðarsveina!
Gunnar Heiðarsson, 9.3.2013 kl. 15:10
Sammála ykkur
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2013 kl. 15:15
Finnst stóralvarlegt mál að þjóðar álitsgjafar sem vegna stöðu sinnar eiga að vera trúverðugir sem og stjórnarliðar sem fara með stjórn landsins sé svo ósannsögult og ómerkilegt fólk sem raunin er.
Sólbjörg, 9.3.2013 kl. 16:19
Já, þeir eru margir undarlegir, þessir "Þjóðar álitsgjafar".
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2013 kl. 04:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.