Pólitískt líf að veði hjá fjölmörgum þingmönnum

Margir stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa ítrekað sagt að stjórnarskrárfrumvarpið skuli keyrt í gegnum þingið, hvað sem það kosti og lagt um leið pólitískt líf sitt að veði. Ólina Þorvarðardóttir sagðist í Silfri Egils á sunnudaginn ætla að kalla sig hund ef þetta tækist ekki.

Hver borðtuskan af annarri, blautar og skítugar, skella í andlit ríkisstjórnarinnar. Nú er það álit Feneyjarnefndarinnar.

Þegar menn leggja líf sitt að veði en tapa svo, þá gjalda þeir fyrir með lífinu. En það er ekkert að marka þetta lið frekar en fyrri daginn. Það hangir eins og hundar á roði á stjórnartaumunum í stað þess að hunskast á brott. Það veðjar en geldur ekki, en sjálfsagt tæki það glaðhlakkandi við sigurlaunum ef svo ólíklega vildi til að það álpaðist einhvern tíma til að veðja rétt.


mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband