Ég tel að Bjarni Benediktsson sé ágætis maður og gagnrýnin á hann hafi verið óvægin og oft ósanngjörn. Mitt kalda mat er þó að best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann stigi til hliðar á landsfundinum nú í febrúar og afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur keflið.
Mörgum finnst Hanna Birna vera helst til mikið borgarbarn en hún fær varla að komast upp með það í flokki allra landsmanna... og stétta.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri atkvæði í kosningunum í vor og það skiptir mestu máli.
Fleiri kjósa Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.2.2013 (breytt kl. 17:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946007
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
"Flokkur allra landsmanna og allra stétta" er álíka mikið öfugnefni og nafnið sjálft, Sjálfstæðisflokkur.
Afætu og sérhagsmunagæsluflokkurinn væri nær lagi.
Og þú launamaður austur á fjörðum greiðir þessari klíku atkvæði þitt..Drottinn minn.
hilmar jónsson, 8.2.2013 kl. 17:56
Ég hélt þetta líka, Hilmar, þangað til ég fullorðnaðist og kynnti mér stefnu flokksins betur og hætti að hlusta á áróðursbullið í vinstri mönnum sem ég hafði nærst á framundir þrítugt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2013 kl. 18:05
Þetta er hárrétt hjá þér, Gunnar. Það er mjög skiljanleg afstaða hjá Hönnu Birnu að vilja ekki fara í formannsslag. Það eina rétta í stöðunni er að Bjarni víki með reisn.
Skúli Víkingsson, 8.2.2013 kl. 21:24
Bjarni gekk til liðs með kommúnistun og kommalufsunum varðandi IceSave ásamt 11 öðrum framámönnum innan Sjálfstæðisflokksins og hann verður að súpa seyðið af þeirri ákvörðun sinni.
Hví á hann að fá að víkja með reisn?
Ekki fékk Þorsteinn Pálsson að víkja með reisn.
Ef Bjarni verður formaðurinn í kosningabaráttunni, þá fá Sjálfstæðismenn mun færri atkvæði í kosningunum en ef Hanna Birna leiddi kosningabaráttuna. Þá mun Bjarni hvort sem er ekki víkja með reisn, nema frá því minni flokki og það er engin reisn, það er til skammar. Hvort er meira áríðandi, Bjarni Ben eða fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna þarf að leiða kosningabaráttuna, Bjarni á að hafa vit á að víkja strax.
Sigurbjörn Friðriksson, 10.2.2013 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.