Mér finnst út í hött að beita dómstóla þrýstingi svo þeir dæmi eftir tilfinningu almennings. Dómarar eiga dæma samkvæmt lagabókstaf og engu öðru. Ef þessi dómur Hæstaréttar er rangur að mati almennings, en þó eftir laganna bókstaf, þá þarf að breyta lögunum. Mótmælin ættu því að fara fram við Alþingishúsið en ekki við dómsali.
Nauðgun er ekki kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Það var ekki sparkað í klofið á henni, heldur fingrum stungið uppí kynfæri hennar og endaþarm.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.2.2013 kl. 21:50
Sú staðreynd að einn dómaranna skilaði séráliti sýnir svart á hvítu að ekki er við lögin að sakast.
Ólöf Rún Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:04
Í skilningi laganna eru kynferðisbrot og ofbeldisbrot ekki sami hluturinn. Við kynferðisbrotum liggur harðari refsing (það má deila um hvort þessi skipting á rétt á sér en það er önnur umræða).
Þetta þýðir að einhverstaðar verður að draga línu á milli. Eins og fyrirsögnin minnir á er það ekki alltaf kynferðisbrot þegar kynfæri eru meidd.
Þar sem línan á milli kynferðis- og ofbeldisbrota er óljós í veruleikanum (ef hún er yfirleitt til í veruleikanum) er það sennilega svo að línan sem dómstólar draga muni alltaf virka undarleg. Það er nú samt sem áður hlutverk dómstóla að draga hana.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:19
Eðlilegra væri fyrir þig að spyrja: "Er kústskaft upp í endaþarm karlmanns kynferðisbrot?"
Sigurður (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:23
Ingibjörg, ég veit hvað var gert við konuna.
-
Ólöf, ég sé ekki að sérálitið skeri úr um þetta.
-
Hans, gott innlegg
-
Sigurður, hvers vegna er það eðlilegra?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 22:40
Sigurður: Játvarður II. Englandskonungur dó í fangelsi tæpu ári eftir að honum var steypt af stóli.
Sagan segir að honum hafi verið ráðinn bani með þeim hætti að heitu járni hafi verið stungið upp í endaþarminn svo hann myndi virðast hafa dáið af innanmeinum (þeir kunnu ekki mikið í réttarlæknisfræði á 14. öld).
Sé sagan sönn, var það þá kynferðisbrot sem Játvarður varð fyrir?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 23:22
Allt sem er gert gegn réttlætiskennd og vilja einstaklings, er ofbeldi og nauðgun.
Banka/slitastjórnir (starfsfólkið þar), ásamt lögfræðinga-þjónustu-klíkunni ríkisstýrðu, eru nauðgarar íslendinga á hverjum degi. Þeir hika ekki við að nauðga fjölda rændra foreldra og þeirra börnum, með rányrkju sem leiðir einungis til sundrungar, ránum á þeirra löglegu eignum, sundrungu, landflótta og kynlífsþrælkunar foreldra, til að greiða bönkum ólögleg okurlán!
Það er kannski framtíðar-norræna og "sjálfstæðis/framsóknar/samfylkingar/bjartrar-framtíðar"/höfuðpaurasvikaliðið, ásamt hliðarlínu-stuðnings-ESB-allskonar-flokka-útsöluvörunni, sem er látið leiða almenning á Íslandi til launaréttinda-sláturhúss atvinnulausa ESB-veldisins?
Með tilheyrandi kynlífsþrælkun fyrir daglegu brauði á borð barna atvinnulausra foreldra?
Ef maður ætlar að rýna til gagns, þá verður maður að rýna í raunveruleikann, og horfa fram hjá ættingja/vinatengslum. Það er ekki auðvelt verkefni, en siðferðislega nauðsynlegt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2013 kl. 23:36
Þú ert á villigötum með þessu, Anna Sigríður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 00:50
Nauðung er ekki sama og nauðgun
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 00:52
Allir islendingar eiga skilid kustskaft upp i endatharm, enda telja their thad BARA ofbeldi.
Jonsi (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 01:10
Gunnar. Þekkirðu af eigin reynslu muninn á þessu tvennu?
Er ekki rétt að skilgreina orðin nauðgun og nauðung betur en áður hefur verið gert?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2013 kl. 01:17
Mér skilst að dómarar reyni að dæma eftir hver ásetningurinn er. Eins og í morðmáli er morð ekki bara morð heldur skiptir ásetningurinn öllu t.d morð á yfirlögðu ráði fær harðari refsingu en morð í reiðiskasti o.s.frv. Útkoman er sú sama en það sem fór um huga gerandans á þeim tíma sem verknaðurinn átti sér stað skiptir öllu, þetta snýst um að refsa eftir ásetningi ekki verknaði þótt þetta tvennt haldist oft í hendur.
Unnar Elías Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:28
Ég verð að segja að ég vorkenni fólki sem sér ekki muninn á að troða fingrum í kynfæri/endaþarm og sparki í pung.
Sérðu ekki neinn mun á slíku Gunnar, ef einhver girti niður um þig og træði fingrum upp í óæðri endann á þér.. og svo sparki í pung.. sérðu þetta virkilega ekki.. ha
Sorglegt
DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:30
Þú skilur greinilega ekki hvað ég á við með þessu doktor. Hans er með þetta í aths. #3
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 11:03
Ennþá hef ég ekki séð eina einustu konu halda því fram að þetta sé ekki kynferðisbrot en hins vegar nokkra karla, sérkennilegt (eða hvað?). Gæti kannski verið að dómar Hæstaréttar séu ekki alltaf réttir, þó dómarar reyni að sjálfsögðu að dæma eftir allra bestu getu og lögum? Var sérálit Ingibjargar Benediktsdóttur þá meiri vitleysa en dómarakarlanna fjögurra sem töldu að þetta væri ekki kynferðisbrot? Og hvað er málið með að bera þetta saman við spark í pung eiginlega!?
Skúli (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 11:51
Ef spark í punginn væri almennt talin kynferðisleg athöfn, eins og það að stinga fingrum inn í kynfæri annarrar manneskju, væri þetta sambærilegt.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.2.2013 kl. 12:06
Ég er reyndar ekki að halda einu eða neinu fram öðru en því að ég tel ekki við dómstóla að sakast í þessu máli.
Og þetta með "spark í pung". Hvar liggja mörkin milli ofbeldis og kynferðisbrota? Ég held að svarið við því sé ekki skýrt.
Kynferðisofbeldi er sérstakrar "náttúru" og er innan annars refsiramma en önnur brot. Auk þess er vilji til (ef það er ekki þegar komið í lög) að slík brot firnist aldrei. Það þarf því að vera algjörlega á hreinu hvað er kynferðisbrot og hvað ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 12:18
Það er hálf kjanalegt að þurfa að útskýra þetta aftur og aftur. Ég er ekki að halda því fram að "Spark í pung" sé kynferðisbrot.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 12:21
Ég náði því. Þú virðist vera að segja að það að sparka í pung sé ekki kynferðisbrot, og það að stinga fingrum inn í kynfæri einhvers sé það ekki heldur. Ég er sammála þér um það að spark í pung sé (oftast) ekki kynferðisbrot, en ég get ekki verið sammála þér um hitt.
Ef tilgangurinn er eingöngu að meiða, er hægt að finna auðveldari aðferðir til þess en að troða fingrum inn í leggöng og endaþarm þess. Það væri t.d. hægt að lemja viðkomandi, brenna eða skera, klípa í eyrað eða nefið, pota í augu, snúa upp á hina ýmsu líkamsparta, o.s.frv. Án þess að hafa persónulega verið klipin í skænið sem aðskilur leggöng og endaþarm, ætla ég að leyfa mér að halda því fram að það sé sársaukafyllra að fá nokkur spörk í sköflunginn með stáltá, eða láta rífa úr sér tönn án deyfingar.
Hvers vegna ætli árásarmaðurinn hafi heldur kosið að ráðast á kynfæri fórnarlambsins? Heldurðu virkilega að það hafi ekki verið kynferðislegt á nokkurn hátt?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.2.2013 kl. 13:42
Kynferðislegt... held ekki. Niðurlægjandi og ógnvekjand... klárlega
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 14:03
"Dómarar eiga dæma samkvæmt lagabókstaf og engu öðru. "
Gerðu dómarar það ekki í maí í fyrra þegar það að stinga putta upp í endaþarm var dæmt kynferðisbrot? Er það óeðlilegur þrýstingur á dómstóla að biðja um samræmi þarna á milli? Eða var það kannski rangur dómur?
Billi bilaði, 5.2.2013 kl. 14:14
Það er skýlaus krafa að samræmi sé á milli dóma.
Á vef Ruv er vitnað í Brynjar Níelsson sem sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun:
"Hann líkir líka því að setja fingur upp í leggöng og endaþarm við það að fá spark í punginn, þetta eru sambærilegar athafnir að hans mati og væntanlega að mati dómaranna í þessu máli."
-
Hann hefur kannski verið að lesa bloggið mitt og misskilið fyrirsögnina eins og fleiri hér
Ég er ekki sammála því að þetta sé sambærilegt en það breytir því ekki að spurningin er ágæt. Hvar liggja mörkin?
http://www.ruv.is/menning/sparkad-i-pung
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 14:50
Ég hlustaði á viðtalið við Brynjar HÉR og þetta er auðvitað tóm steypa á ruv.is. enda fannst mér þetta úr takti við rökvísi Brynjars eins og ég þekki hann. Hann leggur þetta aldrei að jöfnu í viðtalinu og ummæli hans eru slitin úr samhengi. Hans rök í málinu eru algjörlega skotheld og reyndar í fullu samræmi við það sem ég hef sagt hér. Það er mótmælt á vitlausum stað.
Endilega hlustið á viðtalið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 15:10
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur er einnig í viðtali á Bylgjunni um málið, HÉR og er "ósammála Brynjari, eins og svo oft áður". Spurning hvort pólitík ráði þar einhverju en hún er "villiköttur" úr Samfylkingunni.
Hún er ágætlega rökvís utan þess að hún telur að Brynjar hafi verið að leggja að jöfnu pungspark og fingur í endaþarm/leggöng. Það er rangt hjá henni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 15:24
Til þess að þetta brot Elíasar Valdimars Jónssonar teljist ekki til kynferðisbrota þarf að kanna það hvort hann hafi að fyrir sið að vaða með fingur upp í endaþarm karlkyns fórnarlamba sinna. Sjálfsagt hefur rétturinn gert það og staðfest að hér í borg gangi þónokkur hópur karlmanna sem kynnst afturenda pyntingum Elíasar. Ef Elías beitir þessu sérstaka úrræði BARA við konu(r) sem hann níðist á, þá þarf að mínu mati ákveðna blindu til að horfa framhjá viðhorfi GERANDANS til kynferðis fórnarlambsins. Viðhorf gerandans er víst það sem málið snýst um, kyn þolandans var víst ekki í huga hans þegar hann framdi glæpinn, sjálfsagt varð hann hissa þegar hann fór með höndina ofan í brók fórnarlambsins til þess eins að meiða hana, enda vanur að vera með hendurnar ofan í brókum annarra karla.
Ef þetta var ekki kynferðislegt við þennan glæp (fjarstæðukennd afstaða að mínu mati), þá eru þetta hrein og klár pynting og því ætti að dæma viðkomandi fyrir pyntingar til viðbótar fyrir árásina.
Brynjar vænir fólk sem hefur aðra skoðun en meirihluti hæstaréttar um ofstæki, kvenkynsdómarinn sem skilað séráliti er núna orðin að ofstækismanneskju. Brynjar veit manna best að EKKERT er hreint og klárt í lögfræðimálum, ef það væri svo, þá færu mun færri lögfræðingar í heiminum, hann hefur atvinnu af því að túlka og teygja lög, meta anda þeirra o.s.frv., þetta er ekki eins einfalt og hann vill vera að láta. Lögin virka ekki eins og krossapróf með einu réttu svari.
Bjorn (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 19:04
Það að sparka í pung á manni þarf ekki mikinn tilbúnað eða hugsun og getur auðveldlega verið útskýrt sem eingöngu ofbeldi. Að stinga putta upp í leggöng og endaþarm konu sýnir einbeittan brotavilja, enda gerirðu ekki slíkt óvart. Það er einnig mjög erfitt að halda þeim rökum á lofti að slíkt sé ekki kynferðislegt.
Lögin eru mjög skýr og vor víkkuð til að eiga einnig við ofbeldi af kynferðislegum toga. Sjá t.d. 195. gr. almenna hegningarlaga sem bætt var inn 2007 til að takast einmitt á við mál eins og þetta.
Það er ekki við lögin að sakast, þessi dómur er illa rökstuddur af þeim 4 dómurum sem sýknuðu kynferðisbrot og flest allir, lögfræðimenntaðir sem og ekki sem styðja sératkvæðið.
Þessi dómur getur haft alvarlegt fordæmi fyrir önnur sambærileg mál.
Hæstiréttur er ekki hafinn yfir gagngríni og það er þreytandi að hlusta á þau rök að ekki eigi að sakast við dómstóla. Þetta mál er gott dæmi um það þegar fólkið má mótmæla dómnum.
Menn hafa haldið því fram að fólk hafi ekki lesið dómin og/eða skilji ekki lögjöfina. Ég felst ekki á þau rök, enda hef ég og margir aðrir einmitt bent á lagabókstafinn og ekki getað komist að sömu niðurstöðu og Ólafur Berkur Þorvaldsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson
einar (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 19:46
Einnig set ég spurningamerki við þau rök þín að eingöngu tilfining ráði ferð þeirra sem ekki eru sammála dómnum eða Brynjari. Þú leggst lágt að bendla pólitík við afstöðu Völu Helgadóttur.
Einar (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 19:50
Lögin segja ekki að það að meiða einhvern á kynfærunum sé sama og nauðgun. Hvar eru þá mörkin? Jú, það verður að vera matsatriði hverju sinni. Hvað leikmönnum út í bæ finnst um þessi mál á ekki að snerta dómstólana ef þeir dæma að lögum, heldur lögjafavaldið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 20:17
Þar sem sá verknaður, að stinga tveimur finrgum uppí líkamsop (í þessu tilviki, einum fingri í leggöng og hinum í endaþarm) hvað þætti þér duga til að viðlíka verknaður þætti brot gegn kynfrelsi?
Hverju þarf að bæta við?
Hugarástandi gerandans?
Jóhann (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 21:45
Það er skýr mörk þegar það er algjörlega augljóst að verknaðurinn var gerður með ásetningi. Hvaða annann skaða átti þessi pynting að vera annað en að ráðast á kynfrelsi hennar. Ef hann sparkaði í klofið á henni væri þessi mál sambærileg við fyrirsögnina þína.
Konan getur engu varist og varnaleysi hennar nýtir hann sér til að koma vilja sýnum fram gegn henni, með því að stinga puttunum sýnum upp í leggögn og endaþarm og hreyfa þá til þannig að af hlaust mikil sársauki, auk þess sem það hefur gífurleg andleg áhrif á hana.
Lögin eru henni mjög skýr henni í hag, ef þú hefur lesið þau, það er 194 gr. og 195 gr. Almennra hegningarlaga. Og einn dómarana kemst að þeirri niðurstöðu.
"Leikmönnum út í bæ" er fullkomlega leyfilegt að mótmæla þessu, og það hefur verið vel rökstutt að þau mótmæli meiga og eiga að beinast gegn Hæstarétti en ekki Alþingi. Ég sagði ekki að það ætti að hafa áhrif á dómarana, en það er verið að gagngrína að þarna er skortur á samræmi og að þessi dómur geti sett alvarleg fordæmi fyrir önnur slík brot þar sem menn geta komist upp með að brjóta á mjög skýrum lögum um kynferðisofbeldi.
Ég væri til í að heyra hvernig bæta ætti lögin til að ná slíkum brotum inn sem kynferðisbrot en hef ekki heyrt neitt slíkt frá þeim lögfræðingum sem hafa tjáð sig um þetta mál. En eins og er sé ég ekkert að núverandi lögum og felst ekki á rökstuðning þeirra fjóra dómara sem sýknuðu þann hluta.
Einar (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 22:13
Er nú ekki lögfróður maður. En hefði verið hugsanlega hægt að dæma fyrir bæði ofbeldis og kynferðisbrot ef saksóknari hefði skráð slíkt ?
Guðmundur Þór Friðleifsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 06:40
Úr dómnum- sérálit:
"Um hugtakið „önnur kynferðismök“ sagði síðan í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011.
Ákærði ... veittist að brotaþola ásamt meðákærðu ... eins og nánar er lýst í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Jafnframt stakk hann fingrum upp í endaþarm hennar og leggöng og klemmdi á milli. Með þessum verknaði beitti hann brotaþola grófu kynferðislegu ofbeldi og braut þannig freklega gegn kynfrelsi hennar. Er fallist á með ákæruvaldinu að þessi háttsemi hafi verið af kynferðislegum toga og afar niðurlægjandi fyrir brotaþola. Skiptir ekki máli hvort tilgangur ákærða hafi verið einhver annar en að veita sér kynferðislega fullnægju, enda nægir að verknaður sé almennt til þess fallinn. "
http://www.visir.is/hvad-er-naudgun-/article/2013702069939
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=20
Haraldur Rafn Ingvason, 6.2.2013 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.