Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á...
Ólafur Guðmundsson, Hafnfirðingurinn ungi hefur þungan kross að bera. Hann lét reka sig útaf á klaufalegan hátt í stöðunni 19-16 fyrir Ísland og Íslendingar með boltann. Hann fékk þar með rautt og ég furða mig á að hann hafi fengið að spreyta sig nógu mikið í svona mikilvægum leik til að fá þrjár brottvísanir.
Þetta var vendipunkturinn í leiknum og hinn góði taktur sem kom í upphafi síðari hálfleiks hvarf úr leik okkar manna. Íslenska liðið átti í heild frekar dapran dag og Ásgeir Örn var skelfilega lélegur. Þetta lið á ekki erindi nema í 16 liða úrslit.... því miður.
Björgvin valinn bestur í íslenska liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Athugasemdir
Veit ekki hvort það voru mistök. Hann átti frábæran fyrri hálfleik á móti svíum þannig að það var sjálfsagt að leyfa honum að byrja. Það gekk ekki í þessum leik og var alveg ótrúlegt að horfa á rússana skjóta hvaðan sem er og skora á meðan við þurftum að hafa miklu meira fyrir hverri sókn... fyrir utan hraðaupphlaupin auðvitað sem voru snilld.
Smá hikst í byrjun en þeir mæta fastir í leikinn á morgun, hef fulla trú á þeim.
ThoR-E, 12.1.2013 kl. 20:18
Já, það var sennilega ekkert óeðlilegt að byrja með Aron Rafn. Nafni hans þjálfarinn var þó fljótur að breyta og hrós fyrir það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2013 kl. 20:51
Það er alveg magnað í hvaða farveg umræðan fer alltaf eftir tapleiki. Leikmenn og þjálfari landsliðsins virðast vera einu Íslendingarnir sem hafi nákvæmlega ekkert vit á handbolta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2013 kl. 23:39
Allir geta gert mistök og það er alveg ljóst að liðið spilaði illa í kvöld. Leikmennirnir viðurkenna það sjálfir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2013 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.