Forseti Póllands myrtur?

Fyrirsögnin er fengin af vef RUV.is, HÉR. 

Ég er málkunnugur nokkrum Pólverjum hér í Fjarðabyggð og margir þeirra voru fullvissir, strax og fréttist af "slysinu", að flugvélinni hefði verið grandað af pólitískum andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Um borð í flugvélinni voru um 80 af helstu ráðamönnum þjóðarinnar.

Ég skynjaði að Pólverjarnir hér eystra voru verulega slegnir.

"Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt verður í dag sýna að leifar af sprengiefni er að finna í flaki pólskrar farþegaþotu sem hrapaði í lendingu í Smolensk í Rússlandi árið 2010", segir á RUV.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband