Íslensk rófa dýrari en suðrænir ávextir

Hér að neðan er þrennt sem ég keypti úr grænmetisdeild Krónunnar í dag. Melóna, ananas og íslensk rófa.

001

Melónan kostaði 201 kr. (218 kr. per. kíló). Ananasinn kostaði 313 kr. (199 kr. kg.). Rófan kostaði 316 kr. (280 kr. kg.) Suðrænu ávextirnir koma til Reykjavíkur yfir hálfan hnöttin og svo með flutningabíl austur á Reyðarfjörð. Ég veit ekki hvaðan rófan kemur en hún gæti verið ræktuð í næsta nágrenni, t.d. á Fljótsdalshéraði Errm

Ég klóra mér í kollinum og hugsa... einhver er tekin í ósmurt....

Bændurnir sem rækta suðrænu ávextina eða ég, nema hvortveggja sé FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 00:50

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sagði ekki Laxnes einhvern tíma, að" það væri dýrt að vera Íslendingur" ?

Kv.: KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband