Athyglisverð ummæli formanns Fjölskylduhjálpar Íslands

fjölskylduhjálp 

"Rannveig þú hefur ekki efni á að skrifa svona, það er sorglegt að lesa þennan texta þinn. ´Ég hef fundið til með þér í mörg ár", segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands í athugasemdarkerfi á smugan.is, málgagni Vinstri Grænna.

Vinstri Grænir virðast óttast samkeppni frá Hægri Grænum í næstu kosningum, því hver níðpistillinn rekur annan á síðum vefmiðils þeirra um þá Hægri og sérstaklega formanninn, Guðmund Franklín Jónsson.

Ofangreind ummæli við frétt miðilsins, sjá HÉR , frá formanni fjölskylduhjálpar Íslands, Valgerði Jónu Flosadóttur, finnst mér athyglisverð. Formaðurinn er í samneyti við fólk sem er illa statt í lífinu og þekkir eflaust margar harmsögur úr samfélagi okkar.

Mér finnst liggja beint við að margir tengi samúð Valgerðar Jónu með Rannveigu þessari, við Fjölskylduhjálpina. Hvort sem um slík tengsl sé að ræða eða ekki, þá hljóta svona opinber ummæli formanns Fjölskylduhjálparinnar að vera ósmekkleg, svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband