Ég fór með bílinn á verkstæði í dag til að skipta um bremsuklossa að aftan. Í leiðinni lét ég athuga bilanameldingu sem kemur þegar ég set lykilinn í svissinn, segir eitthvað um "steering wheel lock" og mælaborðið pípir á mig. Ég starta og bíllinn fer í gang en drepur svo strax á sér. Ég tek svisslykilinn úr og set hann í aftur, set í gang og þá er allt í lagi. Þetta gerist bara einstöku sinnum, helst þegar bíllinn er kaldur.
Það þarf að tengja bílinn við sérstakan bilanagreini (tölvu) sem les úr svona skilaboðum á örskömmum tíma. Niðurstaðan var sú að stýrislæsingin var ekki biluð, heldur skynjari sem segir til um hvort hún sé ekki örugglega í lagi. Skynjarinn kostar 50 þúsund krónur og svo kostar einhverja formúgu að taka gamla skynjarann úr og setja þann nýja í.
Verkstæðismaðurinn sagði að það borgaði sig að panta nýjan skynjara fljótlega því hann gæti farið alveg og þá væri ég í töluverðum vandræðum því ekki yrði hægt að draga bílinn á verkstæði vegna þess að þegar skynjarinn gæfi endanlega upp öndina, þá myndi stýrið læsast og ég yrði að fá kranabíl til að flytja bílinn.
Bilanagreiningin kostaði mig 7.212 krónur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
Athugasemdir
Þessi bilanalýsing á mjög vel við bílinn minn. Hann lætur alltaf svona, ekki þegar hann er kaldur, heldur þegar hann er bensínlaus.... =:(>
Sigurbjörn Friðriksson, 11.10.2012 kl. 14:03
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2012 kl. 09:34
Hún er komin út í öfgar, þessi viðvörunar og skynjara "tækni" í bílunum og það er fyrst og fremst þetta drasl sem bilar og þá með tilheyrandi kostnaði.
Ef allir hinir ótalmörgu skynjarar í bílnum kosta 50 þúsund stykkið, þá borga menn sennilega aðeins fyrir skynjarana þegar þeir "kaupa sér bíl" en fá bílinn frítt með.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2012 kl. 08:10
Já, þetta er fáránlega dýrt. Bílnum fylgdi tveir lyklar og ég týndi öðrum fyrir tveimur árum. Ég hætti við að kaupa nýjan þegar mér var sagt að hann kostaði 50 þúsund.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 12:05
Félagi, athugaðu á vefnum hvað þessi skynjari kostar erlendis, ebay eða öðrum söluvefum. Hef trú á að hann kosti undir helming heim kominn.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 20:11
Nýjann lykil færðu hjá Lyklaþjónustunni á Grensásvegi fyrir brot af því sem umboðið rukkar fyrir. þeir flytja lykilefnið inn sjálfir og forrita þá, það er ódýrara ef þú kemur með lykilinn sjálfur en þeir geta líka smíðað eftir númeri.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 20:23
Takk fyrir þetta, Hallgrímur
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.