Ég fór með bílinn á verkstæði í dag til að skipta um bremsuklossa að aftan. Í leiðinni lét ég athuga bilanameldingu sem kemur þegar ég set lykilinn í svissinn, segir eitthvað um "steering wheel lock" og mælaborðið pípir á mig. Ég starta og bíllinn fer í gang en drepur svo strax á sér. Ég tek svisslykilinn úr og set hann í aftur, set í gang og þá er allt í lagi. Þetta gerist bara einstöku sinnum, helst þegar bíllinn er kaldur.
Það þarf að tengja bílinn við sérstakan bilanagreini (tölvu) sem les úr svona skilaboðum á örskömmum tíma. Niðurstaðan var sú að stýrislæsingin var ekki biluð, heldur skynjari sem segir til um hvort hún sé ekki örugglega í lagi. Skynjarinn kostar 50 þúsund krónur og svo kostar einhverja formúgu að taka gamla skynjarann úr og setja þann nýja í.
Verkstæðismaðurinn sagði að það borgaði sig að panta nýjan skynjara fljótlega því hann gæti farið alveg og þá væri ég í töluverðum vandræðum því ekki yrði hægt að draga bílinn á verkstæði vegna þess að þegar skynjarinn gæfi endanlega upp öndina, þá myndi stýrið læsast og ég yrði að fá kranabíl til að flytja bílinn.
Bilanagreiningin kostaði mig 7.212 krónur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 947316
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvers vegna stríðin á Gaza og Úkraínu halda áfram
- Karlmannatíska : STILL KELLY Collection 2
- Ferlið þegar hafið
- ERUM VIÐ ALEIN Í GEIMNUM EÐA EKKI ? Það ætti að vera aðal spurningin á RÚV alla daga. RÚV mætti gjarnan texta svona fundahöld fyrir ÍSLENSKAN ALMENNING frekar er að sýna okkur rusl myndefni eins og músíktilraunir eða sambærilegan vitleysisgang:
- Tönn fyrir auga og auga fyrir tönn?
- Samstarf á forsendum ESB er sjálf afþakkað
- Jæja, enn og aftur
- Atvinnumálaráðherra sem veit ekki hvernig hagvöxtur verður til
- Hvað má fremja mörg landráð án þess að sæta refsingu?
- Af hverju norska leiðin fremur en sú danska?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi útkalla daglega vegna andlegrar vanlíðanar
- Erum ekki að fara að stofna leyniþjónustu
- Fjarlægja bíl fullan af eldsneytisbrúsum
- Myndir: Setningarathöfn Hinsegin daga
- Rautt ljós mun kvikna fyrr í Reynisfjöru
- Fjölgun kallar á nýja og betri stefnu
- Ferðamenn halda áfram að streyma að
- Störfin líkjast ekki leyniþjónustum erlendis
- Eldgosinu formlega lokið
- Nýtt flugfélag hefur daglegt flug til Íslands
Erlent
- Vísa innflytjendum í Bandaríkjunum til Rúanda
- Þrándheimsvegur verður hraðbraut til helvítis
- Evrópusambandið frestar hefndartollum
- Aldrei séð annað eins í ágúst
- Skipar fyrir um handtöku demókrata sem flúðu
- Hver á að borga brúsann?
- Krefjast lista yfir Afgana sem hjálpað hafa Bretum
- Leggur fram uppfærða hernaðaráætlun á Gasa
- Situr á tonni af sprengiefni
- Átta Tiktok-stjörnur handteknar
Fólk
- Gurrý tryllti lýðinn á Þjóðhátíð
- Michelle fór fögrum orðum um eiginmanninn
- Einstök hátíð blásara í norðri
- Heimili Shannen Doherty komið á sölu
- Við erum ekki karókíhljómsveit
- Steldu frösum Komið gott-stelpnanna
- Ögrar sjónrænum skilningi
- Berlínarbít og Berlínarbjarmar...
- Dua Lipa fær ríkisborgararétt í Kosovó
- Eyddi tveimur árum í fangabúðum á Ítalíu
Íþróttir
- Miklar gleðifréttir fyrir Víkinga
- Frá Breiðabliki til Keflavíkur
- Framlengir á Selfossi
- Lykilmaður hjá Mourinho látinn
- KR fær serbneskan bakvörð
- Háleit markmið hjá Hollywood-liðinu
- Tveir íslenskir keppendur á EM í Finnlandi
- Slot: Ekki það sem þú vilt
- Breiðablik styrkti stöðu sína á toppinum (myndskeið)
- United býður í eftirsótta framherjann
Viðskipti
- Tesla býður fjármögnun í skamman tíma
- Musk fær kaupauka upp á tugi milljarða
- Forréttindi að vera Íslendingur í Japan
- Hið ljúfa líf: Fríhafnargull og vonbrigði ársins
- Þjónusta mörg af þekktustu fyrirtækjum Japans
- Oculis tryggir sér allt að 100 milljónir CHF
- Uppgjörið yfir væntingum
- Fiskar, ísbirnir og framtíðin
- Valin í úrvalshóp á frumkvöðlasamkeppni í Japan
- Bandaríkin í vexti en Evrópa í vanda
Athugasemdir
Þessi bilanalýsing á mjög vel við bílinn minn. Hann lætur alltaf svona, ekki þegar hann er kaldur, heldur þegar hann er bensínlaus.... =:(>
Sigurbjörn Friðriksson, 11.10.2012 kl. 14:03
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2012 kl. 09:34
Hún er komin út í öfgar, þessi viðvörunar og skynjara "tækni" í bílunum og það er fyrst og fremst þetta drasl sem bilar og þá með tilheyrandi kostnaði.
Ef allir hinir ótalmörgu skynjarar í bílnum kosta 50 þúsund stykkið, þá borga menn sennilega aðeins fyrir skynjarana þegar þeir "kaupa sér bíl" en fá bílinn frítt með.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2012 kl. 08:10
Já, þetta er fáránlega dýrt. Bílnum fylgdi tveir lyklar og ég týndi öðrum fyrir tveimur árum. Ég hætti við að kaupa nýjan þegar mér var sagt að hann kostaði 50 þúsund.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 12:05
Félagi, athugaðu á vefnum hvað þessi skynjari kostar erlendis, ebay eða öðrum söluvefum. Hef trú á að hann kosti undir helming heim kominn.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 20:11
Nýjann lykil færðu hjá Lyklaþjónustunni á Grensásvegi fyrir brot af því sem umboðið rukkar fyrir. þeir flytja lykilefnið inn sjálfir og forrita þá, það er ódýrara ef þú kemur með lykilinn sjálfur en þeir geta líka smíðað eftir númeri.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 20:23
Takk fyrir þetta, Hallgrímur
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.