Ég nota ekki áfengi eða aðra vímugjafa, það er mitt val. Ég er hlynntur forvarnarstarfi í áfengis og vímuefnamálum, líkt og ég er hlynntur forvörnum í umferðarmálum, eineltismálum og mörgu fleiru.
Ég sé hins vegar ekkert forvarnargildi í því að banna auglýsingar á löglega framleiddum vörum. Fyrir mörgum er léttvín og bjór hluti matarmenningar og framleiðendur vörunnar eiga auðvitað að fá að auglýsa kosti vöru sinnar.
10-15% mannfólksins kunna eða geta ekki umgengist vín sér og sínum að meinalausu. Einhverjir viskubrunnar telja að lækka megi þetta hlutfall með því að banna að auglýsa áfenga drykki og Maltið, sem gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna er þar meðtalið.
Mér finnst öðru máli gegna um auglýsingar á tóbaki. Ég sé engan menningarauka í tóbaksreyk og varla heldur nokkur maður því fram sem reykt hefur reglulega í langan tíma að tóbakið hafi ekki haft skaðleg áhrif á sig og ALLIR sem reykja reglulega eru háðir tóbaksfíkn. Það á ekki við um áfengið.
Ég get vel séð fyrir mér, í ekki svo fjarlægri framtíð að heimsbyggðin sameinist um að útrýma tóbaksfíkn. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að reynt verði að taka áfengi slíkum tökum. Það var reynt á bannárunum með skelfilegum afleiðingum.
Bjór verður malt með lagabreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.10.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
George Carlin on Soft Language
http://www.youtube.com/watch?v=h67k9eEw9AY&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:04
Sumir hafa haft hausinn svo lengi uppi í rassgatinu á sér að hann verður eina veröldin sem þeir lifa í. Raunveruleikinn fyrir utan hefur þá ekki áhrif lengur.
Núverandi ríkisstjórn er svo upptekin við að reyna að berja allt niður sem samræmist ekki hugmyndafræðinni að það er ekkert til sem heitir að vinna með fólki eða fyrirtækjum eða nálgast hlutina á annan hátt. Allt skal bannað, ráðist á fólk og fyrirtæki með álögum sköttum og reglum, boðum og bönnum. Þetta fólk þarf ekki að svara neinu sem heitir skynsemi.
Njáll (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.