Í boði velferðarstjórnarinnar

Steingrímur og Jóhanna guma af árangri sínum, m.a. í atvinnumálum. Staðreyndin er auðvitað sú að ríkisstjórnin gerir ógagn á flestum sviðum atvinnulífsins. Einu ástæður minnkandi atvinnuleysis á undanförnum misserum er landflótti, aukinn ferðamannastraumur og makríll, í þessari röð.

Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerir atvinnulífinu erfitt fyrir með skattastefnu sinni. Hún fælir frá nýsköpun og erlenda fjárfestingu. Hún tók rammaáætlun úr faglegum farvegi og setti hann í pólitískan, með þeim afleiðingum að þjóðin getur ekki nýtt raforkuauðlindir sínar. Það er sérstaklega slæmt við þessar aðstæður.

Ég tel niður lífdaga þessarar óstjórnar, eins og krakki sem telur dagana til jóla.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 5,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur ástæða fyrir minnkandi atvinnuleysi og þeim hagvexti sem þó er er að útflutningsatvinnuvegunum hefur gengið býsna vel. Ástæðan er hin vonda íslenska króna sem þessi ríkisstjórn hefur sagt stríð á hendur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 14:53

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er ansi hreint merkilegt talnadót.

Þessar tölur stemma ekki

Annarsvegar: http://hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9063

Úrtaksstærð 3164 manns. Atv þátttaka 82,8%, atv.leysi 7,2%

og hins vegar: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14089

Úrtaksstærð 1199 manns Atv þáttaka 79,4%, atv. leysi 5,8%.

Hverju veldur?

Óskar Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband