Það eru engir hákarlar þarna

Í fréttum frá þessum mönnum sem syntu þetta sund, tala þeir stöðugt um hákarla á svæðinu. Væntanlega vita þessir menn ósköp vel að engri hættu stafar af þeim, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki á svæðinu. Það er hallærislegt af þessum mönnum að ljúga þessu í fjölmiðla og dæmigert fyrir íslenska fjölmiða að kokkgleypa lygina án þess að athuga málið á nokkurn hátt.

Fangelsisyfirvöld á Alcatraz sögðu "vistmönnum" að hákarlar væru á sveimi við eyjuna til þess að fæla þá frá því að reyna að synda burt frá eynni. Straumar eru hins vegar gríðarlegir en þessi nútíma sundviðburður er tímasettur m.t.t. strauma og með það í huga að sem flest vel synt fólk geti þreytt sundið. Börn innan við fermingu hafa lokið sundinu.

Fréttir frá þessum sundgörpum er íslenskt karlagrobb af verstu sort.


mbl.is Hittu enga hákarla á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vera að skemma Gunnar Th

maggi220 (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 07:41

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef sannleikurinn er skemmdarverk, þá er ég skemmdarverkamaður

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2012 kl. 11:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þér Gunnar.

Fyrirsögnin "Hittu enga hákarla á leiðinni" er afskaplega einkennileg. Það er eins og sundmennirnir hafi skipulagt stefnumót við hákarla, en misst af því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2012 kl. 19:04

4 identicon

Fyrir nú utan það að 99% hákarla hafa nákvæmlega engann áhuga á að snæða menn.

Íslensk blaðamennska.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband