Ég fór til Kanada og Bandaríkjanna í byrjun júní með starfsfólki Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þetta var skólaheimsókn en farið er í slíka ferð á u.þ.b. 5 ára fresti. Þessar ferðir eru fræðandi og uppbyggjandi fyrir starf grunnskólans, bæði fyrir kennara en einnig annað starfslið skólans.
Flogið var til Minneapolis og þaðan tekin rúta til Winnipeg, tæplega 800 km. leið en gist var í smábænum Alexandria í Minnesota á norðurleiðinni en í Grand Forks í N-Dakota í bakaleiðinni.
Þrennt kom mér dálítið á óvart í ferðinni. Það fyrsta hve stór og fjölmenn Winnipeg er. Annað, hve lítil og fámenn Gimli er og það þriðja hve Íslendingabyggðirnar voru og eru fjölmennar og blómlegar í Norður Dakota.
Hópurinn naut leiðsagnar Jónasar Þórs, sagfræðings og var það í alla staði frábært að hafa þann hafsjó af fróðleik um sögu Íslendinga í Vesturheimi á þessu ferðalagi.
Í Thingvalla Township, í Pembinasýslu í Norður Dakóta, er kirkjugarður en hin merkilega kirkja þar brann til kaldra kola fyrir nokkrum árum síðan."The church and community that surrounded it was also known locally as Eyford"(Wikipedia).Kirkjugarðurinn er skammt frá "Íslendingaþorpinu" Mountain. Altaristafla kirkjunnar var stytta af Jesú Kristi eftir Bertel Thorvaldsen og er nú það eina sem eftir stendur og á myndinni hér að neðan er leiðsögumaður okkar við styttuna, Jónas Þór, ásamt heimamanni sem er af alíslenskum ættum.
Nánast öll nöfn á legsteinum í garðinum eru alíslensk en svo var einnig í öðrum kirkjugarði skammt frá, í "Gardar" (í Görðum)
Káinn hvílir þarna og myndbandið hér að neðan sýnir örlitla minningarstund sem hópurinn átti en Jónas Þór var duglegur að kynna fyrir okkur kveðskap Káins í rútunni, okkur til mikillar ánægju. Hildur Magnúsdóttir, kennari, fékk þann heiður að skála fyrir hönd hópsins við Káinn.
Þess má geta að Baggalútsmenn gáfu út plötu, "Sólskinið í Dakóta", tileinkaða Káinn og Íslendingabyggðunum í N-Dakóta. Mörg frábær lög eru á plötunni og titillagið er í uppáhaldi hjá mér. Mér skilst að erfitt sé að fá diskinn í búðum en hægt er að kaupa hana hér: http://www.tonlist.is/Music/Album/340612/baggalutur/solskinid_i_dakota/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
Athugasemdir
Káinn var aldrei giftur og hafði aldrei átt barn, en var barnavinur.
Hér er gullfalleg vísa hans um Stínu litlu Geir.
Síðan fyrst ég sá þig hér,
sólskin þarf ég minna;
gegnum lífið lýsir mér
ljósið augna þinna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 05:52
Takk fyrir þetta, Haukur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 06:39
Hér kemur svo ein eftir Káinn
Lesið hef eg lærdómsstef,
þótt ljót sé skriftin,
og síst eg efa sannleikskraftinn
að sælla er að gefa en þiggja á kjaftinn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 19:21
Kímniskáldið í essinu sínu
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 19:29
Fékk þann heiður fyrir tveim árum að skála við Káinn, undir minningarlestri Jónasar. Þetta var dásamleg stund og ferðin í alla staði frábær. Náði Íslandingadeginum í Mountain og einnig Gimli.
Heimili Káins var lengst af beint á móti Thingvallakirkju, í rjóðrinu hinu meginn við veginn. Hann átti því heima mitt á milli tveggja stæðstu byggðarkjarna Íslendingabyggðarinnar í ND, Mountain og Gardar.
Það má margt gott skrifa um þetta skáld, þó hér á landi hafi kannski verið mest haldið á lofti hversu drykkfeldur hann var. Þá sögu þekkja þó ekki þeir sem voru honum samtíma á sléttum ND. Þar var hann þekktari fyrir dugnað og einstaka barngæsku, þó vissulega hann fengi sér stundum í staup.
Kveðskapur Káins er einstakur. Glettni og grín skín þar í gegn og oftar en ekki fékk hann "mektarmenn" upp á móti sér vegna þess. Þá er einstakt að skoða hvernig hann blandar saman enskum orðum inn í kveðskap sinn.
Gunnar Heiðarsson, 26.7.2012 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.