Það er meðvituð ákvörðun allra sem koma að stjórnsýslu í landinu að varpa meiri ábyrgð og skyldum á sveitarfélögin í landinu. Að færa t.d. rekstur og ákvarðanatöku í opinberri þjónustu heim í nærsamfélagið.
Að vísu gengur sveitarfélögum illa að fá fjármunina til baka, sem þau leggja til ríkisins, svo þau geti með sómasamlegum hætti staðið undir ábyrgð sinni og skuldbindingum. En það er önnur saga.
Allt hugsandi fólk hlýtur að fagna frumkvæði sveitarstjórnarmanna á norðausturlandi.
Ég held að það sé best að ég sleppi því bara að tjá mig frekar um Þór Saari
Kallar sveitarstjórnarmenn klíkubræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Þetta er nú meira dómadagsbullið að sveitarfélögin fái minna en þau leggja til ríkisins. Bara lítið dæmi er Vegagerðin. Höfuðborgarbúar leggja til 70% af fjámunum til Vegagerðar í landinu en fá um 2% til baka. Svo vælir sveitavargurinn, ..dísesmar...
Óskar, 4.5.2012 kl. 10:44
Óskar.
Hvað fer mikið af þeim peningum sem innheimtir eru í gegnum skatta á eldsneyti og eru eyrnamerktir samgöngum, til samgangna?
Hvar ætli mismunurinn sé? Úti á landi?
Sindri Karl Sigurðsson, 4.5.2012 kl. 10:59
Hvernig á að þjóðin að "græða" fúlgur fjár á ferðamönnum ef vegirnir liggja ekki úti á landi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2012 kl. 11:16
Gunnar ég held nú að þjóðin græði einmitt mest á þeim ferðamönnum sem fara sem minnst út á land. Það er bara bakpokaliðið sem étur dósamat og þvælist um á puttanum sem fer út á land. Ríku túristarnir eru hér í borginni :)
Óskar, 4.5.2012 kl. 11:21
Ég held stundum að borgarbúar telji að allir vegir eigi að liggja til Reykjavíkur og einstefna sé reglan.
Svo virðist sem Reykjavíkurhöfn sé að verða eina innflutningshöfn landsins, það væri slæmt fyrir efnahag borgarinnar væru engir vegir til að dreifa þeirra helsta tekjupósti, þjónustunni við landið, um byggðir þess. Auk þess færist útflutningur hröðum skrefum "suður",
Svo er rétt að geta þess að það er ekki hlutverk ríkisins að sjá um gatnakerfi Reykjavíkur eða annarra þéttbýlisstaða, nema hvað varðar svokallaða "þjóðvegi í þéttbýli".
Hvað varðar fyrirsögn þessarar færslu þá er ég henni sammála.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.