Stóra bílastæðamálið

Mér skilst að það sé þekkt erlendis að ráðist sé á fólk í bílastæðahúsum og þá sérstaklega konur. Glæpamennirnir liggja í leyni þar sem umferð er minnst, í útjöðrum bílastæðahúsanna.

Ef við gefum okkur að um helmingur bílstjóra sé kvenkyns, þá er dálítið erfitt að fullnægja kröfum þeirra allra að fá stæði á besta stað. Ef árásir í bílastæðahúsum á Íslandi verða sérstakt vandamál, þá er þetta varla besta lausnin.


mbl.is „Óheppilegar“ merkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði konu þrugla á Bylgjunni með að þetta væri mjög gott.. vegna nauðgara sem sækja á konur í dimmum skotum.

En það er líka ráðist á menn, þó eru menn oftar barðir í steik frekar en að þeim sé nauðgað.

Ég spyr þessa konu á Bylgjunni, hvar eru stæðin fyrir karla sem óttast það að verða lamdir í klessu í dimmum skotum bílageymslna.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Reyndar er öruggisvörður í kjallaranum við Hörpu sem ætti að skakka leikinn ef eitthvað kæmi upp á. Í eina skiptið sem ég hef lagt þarna þá kom allavega vörður um leið og skipti sér að mér, enda áttaði ég mig ekki á því að gul bílastæði væru ekki fyrir ófatlaða karlmenn.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.4.2012 kl. 14:51

3 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 18:17

4 identicon

Hjólaði framhjá Hörpunni um daginn þar sem skilti sagði að eitthvað um 500 stæði væru laus í kjallaranum en samt var búið að leggja bílum þvert yfir gangstéttina þannig að gangandi og hjólandi þurftu að labba út á götuna til að komast framhjá Hörpu.

Er ég hjólaði út á götuna voru nokkrar eldri konur að koma út úr einum bílnum sem var lagt yfir gangstéttina, ég benti þeim á það að það væru 500 laus stæði í kjallaranum en þær virtu mig ekki viðlits. Ekki vissi ég þá að það væru þar að auki sérstök stæði fyrir þessa ömurlegu bílstjóra sem geta ekki einu sinni látið gangstéttarnar í friði.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband