Í dag varð ég var við tvo skelli á gluggarúður heima hjá mér. Fyrst á svefnherbergisglugga sem snýr í vestur, svo á stofugluggann sem snýr í suður. Örfáar sekúndur voru á milli skellanna og ég vissi strax að fugl hefði flogið á rúðurnar. Ekki er ósennilegt að hann hafi verið á harðaflótta undan smyrli.
Þegar ég leit út um stofugluggann sá ég skógarþröst liggja hreyfingarlausan fyrir neðan. Ég fór út og tók hann upp. Hann virtist steindauður....
... en svo tók ég eftir að annað augað var örlítið opið og ég sá ekki betur en það leyndist líf í því. Ég fór inn með þröstinn og gerði létt hjartahnoð á honum. Augað opnaðist aðeins meira en hitt var áfram harðlokað. Svo opnaðist goggurinn. Hann opnaðist og lokaðist á víxl, ótt og títt eins og fuglinn væri að reyna að ná andanum.
Ég fór með þröstinn inn á baðherbergi og lagði hann í vaskinn og horfði á hann í dálitla stund... horfði á líftóru hans hjarna við. Svo stóð hann stóð upp óstyrkum fótum...
... og ég strauk honum um kollinn og talaði blíðlega til hans.
Ég þurfti að skreppa frá í klukkutíma og skildi hann eftir í vaskinum. Ég lokaði hurðinni... vildi ekki að kötturinn kæmist í hann.
Þegar ég kom til baka var hann eldsprækur og ég var dálitla stund að ná honum. Ég hélt á honum í greip minni og fór fram í stofu og sýndi kettinum. Kisi mjálmaði og langaði í hann. Ég tók utan um hausinn á þrestinum... með þumli og vísifingri... og þrýsti fast saman. Það heyrðist smellur, svona eins og þegar maður sprengir plastbólu. Svo fleygði ég hræinu í matardallinn hjá kisu.
Ég og kisa erum bestu vinir.
P.s. Úr því þú hafðir fyrir því að lesa þennan pistil á enda, endilega kíktu þá á athugasemdirnar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
..... nei, hvað er að þér eiginlega? Ég fór með hann út og sleppti honum. Hann flaug út í frelsið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2012 kl. 01:06
Jesús minn pabbi, ég ætlaði að segja það! Hneykslaðist á þér í dágóða stund áður en ég las athugasemdina þína hérna fyrir ofan :)
Eyrún Inga (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 02:54
Hélt þú þekktir mig betur en þetta .
Þetta er stúdía á viðbrögðum fólks
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2012 kl. 09:25
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2012 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.