Eitt af helstu trompum andstæðinga virkjana á Austurlandi, (Eyjabökkum og við Kárahnjúka) var m.a. að gæsastofninn á Íslandi yrði fyrir skakkaföllum vegna framkvæmdanna.
Reyndar áttu hreinsdýrin að verða fyrir áfalli líka, ásamt spóum, lóum og selum, frá Fljótsdal til Héraðsflóa. Að ógleymdum blessuðum þorskinum á Austfjarðamiðum, vegna breytinga á vatnsrennsli. (Jú, þið lásuð rétt, náttúruverndarsamtök sögðu alþjóð frá þessu í fullri alvöru)
Lífríkið við Eyjabakka og Kárahnjúka hefur nú verið vaktað í 12 ár og Náttúrustofa Austurlands birti nýlega skýrslu vegna vöktunarinnar. Þeirrar skýrslu verður trauðla getið í áróðursritum náttúruverndarsamtaka, því niðurstaðan er þver öfug við heimsendaspár þeirra.
"Í ljós kom að heiðagæsavarpið hefur aukist um rúman helming frá árinu 2000 á vöktuðum hluta vatnasviðs Kárahnjúkavirkjunar. Gæsunum hefur á móti fækkað á Eyjabökkum. Ekki er ljóst hver ástæðan er en því er velt upp í skýrslunni að svæði hafi verið orðið of þétt setið fyrir nokkrum árum og hluti fuglanna þar flutt sig annað."
Eins og segir í Austurglugganum .
Hjörleifur með efasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 12.4.2012 (breytt kl. 22:46) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Ég er alveg á móti öllum hugmyndum um að selja rafmagn úr landi. Allt okkar rafmagn á að nýta í landinu.
En ég er hlynntur því að virkja árnar. Það má víða gera ágætar, mjög hagkvæmar vitkjanir í litlum ám.
Sumarið 2002 fór Matthías Gestsson ljósmyndari á Akureyri og ég, upp að Jökulsárgljúfrum sunnan Kárahnjúka, þar sem fyrirhugaða var að gera stíflu, og tókum við fyrstu skóflustunguna að Kárahjúkavirjun, svona sem "áhugamenn um íslendskar virkjanir".
Tryggvi Helgason, 13.4.2012 kl. 01:40
Takk fyrir þetta Tryggvi.
Ég hef verið sömu skoðunar og þú með það að selja rafmagn úr landi. En ef rétt reynist að það skapi fleiri störf en að nota það innanlands, þá má auðvitað skoða málið.
Auk þess finnst mér nokkuð athyglisverður punktur að nýta má ónotað rafmagn í kerfinu, sem alltaf virðist fyrir hendi, til útflutnings.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2012 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.