Hvað hefði Þóra, Samfylkingarkona sagt?

Óskabarn Samfylkingarinnar, ungur jafnaðarmaður

þóra

Þóra á sér sterkt bakland meðal vinstrimanna og einnig meða fjölmiðlamanna. Hún nýtur þess ríkulega í DV, sem kynnir hana sérstaklega á hverjum degi með stöðugum "fréttum" um allt sem henni viðkemur. 

JHANNA~1Eins og flestir vita er sami aðal eigandi að DV og að Smugunni, málgagni VG. Það er því ekki út í hött, DVG nafnið, sem gárungarnir hafa gefið þeim ómerkilega sorpmiðli.

Mér hrýs hugur við þeirri tilhugsun að Þóra Arnórsdóttir gerist talsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur á Bessastöðum.


mbl.is Brown skuldar þjóðinni afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvað hefði ÓRG sagt ef hann væri fyrst nú að bjóða sig fram til Forseta ?

Meira en vel má vera að Þóra segði það sama , væri hún búin að sitja á Bessastöðum síðustu 16 ár.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem allir eiga eftir að spyrja sig að er:

Fer Þóra í barneigaleyfi í haust?

og þá næst...

Viljum við Jóhnnu og Ástu Ragnheiði með forsetavald í mánaðavís?

Óskar Guðmundsson, 13.4.2012 kl. 17:18

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Alveg rétt Óskar, hvers vegna ætti þjóðin að kjósa manneskju sem myndi byrja á því að fara í margra mánaða fæðingarfrí. Þá er betra að hafa núverandi Forseta Hr.Ólaf Ragnar áfram og hún Þóra kæmi þá sterk inn eftir 2 ár eða svo...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:31

4 identicon

"Ég fer í fæðingarorlof í maí, þegar barnið kemur í heiminn. Við munum taka okkur tíma til að hvílast og safna kröftum og reiknum með að vera komin á ról aftur fyrir kosningabaráttuna í júnímánuði. Þar stend ég ekki ein, heldur verður Svavar mér við hlið eins og endranær og allt okkar öfluga fjölskyldunet. Mér finnst mikilvægt að foreldrar taki fæðingarorlof enda er þessi tími ómetanlegur bæði fyrir börn og foreldra. Aðstæður mínar núna eru vissulega óvenjulegar en ég er ákveðin í því að ef ég næ kjöri, taki ég við starfinu á tilsettum tíma eða þann 1. ágúst 2012. Annað finnst mér óhugsandi enda embættið þess eðlis. Ég mun sinna börnunum mínum eins og ég hef alltaf gert þrátt fyrir að vera í annasömu starfi, Svavar mun taka lengra fæðingarorlof og mun reyndar láta af störfum sem fréttamaður og verða heimavinnandi húsfaðir – að minnsta kosti fyrstu árin. Það hafa áður verið börn á Bessastöðum og það eru börn í Hvíta húsinu og líka í Downingstræti 10. Ég held að við Svavar munum ekki eiga erfiðara með þetta en Barack Obama og David Cameron, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir eða Katrín Júlíusdóttir."

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 17:33

5 identicon

Spurning hvort við ættum ekki að þakka Bretum frekar fyrir að hafa fryst eignir Landsbankans, annar hefðu verðmætin væntanlega gufað upp í erlendum skattaskjólum líkt og restin sem bankamennirnir og vinir Ólafs stálu.

Ólafur er kominn í kosningarham.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 17:34

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat Guðni. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:39

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Akkúrat Guðni?

Mér sýnist hann vera að vitna í Þóru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2012 kl. 17:56

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefði nú hrokkið illa ofan í suma 1996, hefði því verið spáð þá að ÓRG yrði frambjóðandi og helsta vonarstjarna Íhaldsins og Morgunblaðsritstjórans til embættis forseta Íslands 2012.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 22:29

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, satt segirðu Axel

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband