Eitt umhverfisspilltasta svæði landsins í verndarflokk

Til að koma í veg fyrir misskilning vegna fyrirsagnarinnar, þá vil ég segja að Elliðaárdalur er einn af mínum uppáhalds stöðum. Yndislegur reitur og fallegur og styð heilshugar verndun hans.

En ef "umhverfisverndarsinnar", eins og ég þekki þá best, hefðu fengið að ráða örlögum Elliðaárdals frá upphafi, væri þar fremur nöturlegt um að litast. Errm

Folk_vi__Elli_aar

Þessi skemmtilega mynd er  tekin snemma á síðustu öld. Sjávarfoss og Efra-Breiðholt, Hólahverfið í baksýn. Varla stingandi strá að sjá. Draumsýn "umhverfisverndarsinnans"?


mbl.is Stofna hollvinasamtök Elliðaárdals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í raun er voðalega lítið hægt að dæma umhverfið út frá þessari mynd enda er myndin svarthvít og grænt grasið (ef eitthvað er) og móinn kolsvart á myndinni. Með öðrum orðum þetta getur verið mjög fallegt og rómó umhverfi.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er allstaðar fallegt á Íslandi í góðu veðri

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 16:01

3 identicon

Misfallegt býst ég við. Mér finnst suðvesturhornið meira og minna ljótt nema sá hluti þess sem er óspilltur. En misjafn er smekkur mannanna. Ég get t.d. seint talið Grundartanga fallegan stað.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek undir það með þér. Einstaklega ljót verksmiðja í sovétskum stíl er ekki til að bæta það

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2012 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband