Ruglið í "réttlætinu"

Ég set hér inn athugasemd manns sem kallar sig Aðalstein, við bloggfærslu Barkar Hrólfssonar,  hér. Þetta er gott innlegg hjá Aðalsteini og skýrir málið ágætlega að mínu mati.

"Sæll Börkur.

Þessi málflutningur hjá þér byggist nú greinilega á mikilli vanþekkingu á málefninu. Málflutningur sem einkennir umræðuna allt of víða. Fyrir það fyrsta, kvótahafar fengu ekkert gefins. Það sem þeir fengu var heimild til að veiða minna en þeir höfðu áður verið að veiða. Þeir fengu skerðingu að gjöf. Kvótanum var úthlutað í hlutfalli við það sem menn höfðu verið að veiða, bara miklu minna. Menn tóku á sig skerðinguna gegn loforði um að þeir fengju að veiða áfram sína hlutdeild af heildarúthlutun.

Kvótahafar fengu úthlutaða varanlega aflahlutdeild, ekki eitt ár í einu, heldur hlutfall af úthlutun hvers árs. Hlutdeildin var síðan gerð framseljanleg með lögum. Það þýddi að hagræðing var möguleg. Þeir sem urðu fyrir mikilli skerðingu, jafnvel svo mikilli að rekstur útgerðanna borgaði sig ekki, gátu annað hvort bætt við sig kvóta, til að gera reksturinn arðbæran, eða selt. Þeir sem keyptu gátu gert rekstrarplön til framtíðar, stilltu af stærð skipakostsins miðað við aflaheimildir og stýrðu veiðunum þannig að kvótinn nýttist sem best. Þetta leiddi til þess að sú offjárfesting og sóun sem hafði verið í greininni vék fyrir hagkvæmnisjónarmiðum og góðum rekstri. Útgerðir fóru loks að skila hagnaði og við það hækkaði kvótinn í verði.

Sú verðhækkun leiddi til þess að tækifærissinnar, sem aldrei höfðu litið á veiðirétt sem vermæti, fóru allt í einu að tala um að þjóðin hefði gefið þessum kvótahöfum eitthvað sem þyrfti nú að taka til baka og úthluta til einhverra annarra. Burtséð frá því hvað það er arfavitlaust að setja aðalatvinnugrein þjóðarinnar í uppnám með upptöku kvóta, þá sjá allir hugsandi menn að í ljósi forsögunnar þá er þarna um að ræða framseljanleg atvinnuréttindi sem ekki verða tekin af mönnum nema bætur komi fyrir. Sigurður Lingdal hefur því fullkomlega rétt fyrir sér."


mbl.is „Aldrei heyrt annað eins rugl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Menn tóku á sig skerðinguna" ! Ef einhvern tímann á við að tala um rugl þá er það í tengslum við þessa fáránlegu ályktun!

Var eimhver að ræna einhvern einhverju þegar vísindamenn töldu að nú þyrfti að hægja á sókn í fiskistofna?

Það má skilja á þessu heimskulega orðalagi að einhver ótilgreind öfl hafi seilst inn á stjórnarskrárvarinn nýtingarrétt útgerða og hrifsað af þeim eitthvað sem þær áttu!

Það ætlar seint að hverfa úr umræðunni þetta fórnarhlutskipti vesalings útgerðanna sem vondir pólitíkusar eru búnir að hrekkja með því að reka fiskinn "þeirra" burt af miðunum. Og svo koma þeir - eða fulltrúar þeirra í fjölmiðla og tala um að þeir "hafi verið látnir taka á sig skerðingar bótalaust" þegar fiskimiðn hafa þornað upp að dómi Hafró.

Árni Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 13:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að fáir hafi andmælt því að koma þyrfti böndum á fiskveiðar, en "skerðing" var þetta nú samt sem áður. Annars er þetta ekki aðal atriði málsins og óþarfi að hengja sig í þetta.

Lestu þeta, Árni:

http://www.visir.is/nylidun-fyrir-hvern-/article/2012704039991

og þetta:

http://www.visir.is/rettlat-thjodareign-med-ardi/article/2012703319993

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 13:58

3 identicon

Sæll Gunnar, gaman að sjá athugasemd mína hjá þér.

Árni, það er enginn að tala um að greiða eigi bætur vegna skerðinga sem verða vegna minnkandi veiða eða aflabrests. Það er kosturinn við íslenska kerfið, það aðlagar sig að breyttum aðstæðum og það þarf ekki ríkisstyrki til. Hins vegar ef ríkið ætlar að taka af mönnum réttindi sem þeir hafa haft, hvort sem menn öðluðust þann rétt með veiðireynslu eða keyptu hann, þá ber ríkinu sannanlega að borga bætur. Um það á ekki að þurfa að deila. En best væri að sleppa öllu þessu tali um eignaupptöku og bætur og láta sjávarútveginn í friði og skapa honum góðan rekstrargrundvöll til framtíðar. Þó ég sé ekki starfandi í þessari grein, þá sé ég fyrir mér að það hljóti að vera lýjandi að sitja stöðugt undir þessari orðræðu og stöðugum illvilja og árásum núverandi stjórnvalada.

Þetta fisveiðistjórnunarkerfi er ekki fullkomið og það hefur sínar skuggahliðar. En það er ekki svo slæmt að það borgi sig að umbylta því eða kollvarpa. þá tapa allir, ekki sýst þjóðin sem heild.

Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 14:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikið að því rekstrarumhverfi þar sem trillubátaútgerð tekur sér 600 milljónir í arð og lætur síðan afskrifa rúmlega tvo milljarða. Það eru margar ástæður fyrir þeirri heift sem ríkir í garð fiskveiðistjórnunar okkar í dag.

En við skulum halda okkur við það að það hefur aldrei verið hægt að ganga að fiski vísum á miðunum eins og vörubretti í skemmu. Þess vegna virkar það eins og kjánalegur brandari þegar farið er að vísa til þess eins og þegnskapar að "láta taka af sér bótalaust" aflann úr hafinu. Það er alveg hægt að veiða miklu meiri fisk en gert er í dag og allt þetta kjaftæði um að vernda fiskinn fyrir handfærum er svo arfavitlaus andskoti að það ætti að vera refsivert að leyfa sllíku fólki að vera í margmenni.

Þegar upp er staðið þá sýnist mér einfaldast að nýta sér það ástand sem nú er og veiða bara á bátaflotann aukalega við togarana. Það er búið að gera þessi einföldu mál svo flókin að það er ekki von að þeir sem ekki þekkja til viti neitt í sinn haus. En svo að lokum þá er þetta nýja frumvarp líklega vitlausasti texti sem saminn hefur verið á íslenska tungu.

En það er lygi að leigugjald sé landsbyggðarskattur.

Bestu kv.

Árni Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 17:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú, er það lýgi, já?

Ef hagnaður útgerðar er minnkaður sem nemur þessum aukaskatti, þá borgar útgerðin skatt að hluta til sveitarfélagsins, heldur allan til  ríkisins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 18:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ekki skatt að hluta... átti þetta að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 18:58

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aukning smábátaútgerðar er skynsamlegasta aðgerðin í þágu byggðaþróunar í dag.

Annars er Kristinn Pétursson með þetta eins og vant er.

Hann er maðurinn sem sjálfstæðismenn gátu ekki notað á Aþingi.

Skiljanlega ekki.

Árni Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 20:36

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er meir ormur í fiski sem smábátar koma með í land ... og þ.a.l. minna verðmæti í honum.

annars hef ég alltaf verið heitur fyrir rómantíkinni. Verst hvað hún er rýr í roðinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 21:15

9 identicon

Þetta mál er nú töluvert stærra en svo að það snúist um einhverjar trillur og handfæraveiðar. Ég gerði nú sjálfur út á handfæri hérna áður fyrr og fiskaði um 140 - 160 tonn á sumri þegar frelsið var. Miðað við fiskverð í dag þá væri maður að taki inn 40-50 milljóna aflaverðmæti yfir sumarið, einn á bát. Ef handfæri yrðu nú gefin frjáls þá yrði mjög mikil ásókn í þær veiðar og það yrði engin rómantík í þeirri útgerð. Og þá myndu menn spyrja sig, af hverju meiga handfæramenn veiða frjálst en ekki línumenn? Af hverju á ein tegund veiðarfæra að vera frjáls en önnur ekki? Línuveiðar skapa meiri og jafnari atvinnu allt árið en hanfæraveiðar bara yfir sumarið. Rökin eru því veik. Þó ég myndi vilja fyrir mína parta fá frelsið aftur, þá sé ég það ekki ganga upp.

Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband