Þetta er rétt hjá Glen Johnson

Ég tók eftir þessu sem Glen Johnson nefnir, Evra var með höndina niðri þó hann væri með opinn spaðann. Þetta var útpælt hjá Evra.

Á myndbandinu hér að neðan sést þetta greinilega.


mbl.is Johnson: Sviðsetning hjá Evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki er ég sammála þessu, því ég sé ekki betur en Evra sé með höndina nánast í nákvæmlega sömu stöðu og þegar hann heilsar leikmönnum á undan Suarez. Svo er annað á myndbandinu, og það er þegar Ferdinand neitar að taka í hönd Suarez, hvað sá síðarnefndi ber sig mikið við að fá handarbandið hjá Ferdinand, en aftur á móti ekki hjá Evra, þó að Evra grípi í hann.

Hjörtur Herbertsson, 8.3.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Evra lækkar niður hendina þegar Suárez kemur. Þetta sést á myndbandinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2012 kl. 12:25

3 Smámynd: el-Toro

aðalmalið er samt það, að þeir tokust ekki i hendur.  suarez gengur framhja Evra an þess að taka i hendina a honum.  Evra er rakið fifl, en þetta blessaða handaband er Suarez að kenna.  hann hefur meira að segja beðist afsökunar.

svo er það natturlega þannig að liverpool maðurin ser þetta a einn hatt a meðan united maðurinn ser þetta a annan hatt.

virkilega heimskulegt hja glenn johnson að brydda upp a þessari kjanalegu uppakomu og viðhalda þvi i fjölmiðlum.  suarez fekk allt of langan dom fyrir eitthvað sem hann sagði eða sagði ekki....en svona er nu FA...gera sjaldan retta hluti.

el-Toro, 8.3.2012 kl. 21:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar Suárez sér hendina á Evra svona niðri, þá hættir hann við að rétta honum sína. Klókt hjá Evra en ódrengilegt. Hann vissi hvað hann var að gera.

-

Ég er ekki heitur stuðningsmaður neins liðs og það væri bjánalegt að líta á þetta mál með einhverjum "liðsgleraugum".

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2012 kl. 21:40

5 identicon

Af hverju í andskotanum baðst Suárez þá afsökunar??? Liverpool menn þurfa aðeins að minnka samsæriskenningarnar

Jón (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 22:12

6 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Hvaða andskotans máli skiptir að Evra hafi lækkað aðeins hendina þegar þegar Suarez kemur þarna, afhverju tók þá Suarez bara ekki í höndina á honum þegar Evra teygir sig á eftir honum? eða þá bara tekur í höndina eftir að hafa lokið sér af með hina.

Hvað er þetta grepi Johnson að pæla sér í þessu, hefur hann verið andvaka út af þessu.
Held að hann ætti bara að einbeita sér að fótbolta heldur en að vera lifa í fortíðinni, en þannig eru víst púlarar, lifa í fortíðinni.

Arnar Bergur Guðjónsson, 8.3.2012 kl. 22:45

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Algjörlega sammála þér Gunnar og hef sjálfur bent á þetta áður. Hérna er það sem ég skrifaði 12 febrúar s.l. http://liverpoolfootballclub.blog.is/blog/liverpoolfootballclub/entry/1222604/

Svo spyr Arnar eins og sönnum dóna sæmir hvað Johnson sé að skipta sér að þessu. Hugsaðu nú dæmið til enda greyið mitt. Evra og Utd hafa lagt hart að sér að sverta mannorð Suárez og þetta er bara gott dæmi um það og Suárez fékk ekki litla gagnrýni fyrir þetta þrátt fyrir að allir sem hafi smá vit í kollinum sjái að Evra lækkar hendina. Sorry ekki spurning um vit, þetta er bara augljóst og þarf ekkert að ræða það að Evra dregur hendina niður þegar að Suárez kemur að honum.
Hins vegar reynir Suárez ekkert að fylgja því á eftir og hefði kannski betur gert það.  

Það er greinilegt að Evra lækkar hendina og það er á videoi og maður þarf að vera alvarlega blindur á þetta til að sjá það ekki.
Vissulega er ég Liverpool maður og ver minn mann en finnst Suárez samt ótrúlega leiðinlegur karakter og fannst hann geta lækkað hendina en það breytir ekki þeirri staðreynd að Evra lækkaði hendina og skapaði þar enn meiri vandamál.

Er samt sammála því að Johnson þurfti ekki að taka þetta upp en ég skil samt að hann geri það og mér finnst flott að Johnson geri það sem sýnir samstöðu sama hvaða húðlit menn hafa.
Ef Suárez væri þessi annálaði rasisti sem utd fáfræðin heldur fram þá efast ég stórlega um að Johnson færi að verja hann.
Þetta er bara common sense þegar menn hugsa út í þetta. Mér finnst það allavegana.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 9.3.2012 kl. 07:50

8 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Júlíus...

þú segir eins og sönnum dóna.

ertu eitthvað tæpur eða ? jújú enda púlari.

Já ég spuði hvað Johnson er að skipta sér af þessu þegar félögin hafa ákveðið að láta alla umfjöllum um þetta mál vera búið.
þá kemur þessi drengur og fer að tjá sig eitthvað meira um búið mál.

Þið sem horfið á Suarez eins og hann sé einhver engill eruð bara ekki með fullum vitum, horfið bara á hvað hann gerði í hollensku deildinni, hvað hann gerði í hm, hvað gerði hann í tottenham leiknum.

margt sem þessi maður hefur á sér, hann er enginn engill, en fjandi góður knattspyrnumaður.

Evra er líka asni, ég er ekkert að verja minn mann, en hvers vegna baðst þá Suarez afsökunar á að hafa ekki tekið í höndina á Evra?

Hann hefði alveg eins getað tekið í höndina á honum þegar Evra sóttist svo eftir því heldur en að labba áfram í burtu.

og svo talar þú um að Evra og Utd hafi lagt hart af sér að sverta mannorð Suarez....haha... þú ert greinilega ekki með fullefem.

Man.utd félagið tjáði sig ekkert um þetta í fjölmiðlum(afar lítið allavega) en Liverpool reri öllum árum til þess að verja sinn mann sem svo baðst afskökunar á öllu sem hann gerði. (Kenny fór hamförum)

vissulega var Evra neðarlega með hendina, en hverju breytir það?
gat þá Suarez ekki teygt sig aðeins lengra niður til að taka í hana eða þá tekið í hana þegar Evra togaði í hann?????

Við vitum ekkert meira um þetta mál, þó að þú eða ég eða einhver annar giskum á hvað hefur verið rétt í þessum málum þá skiptir þetta engu lengur.

þetta er búin hlutur og ef þið púlarar viljið lifa í fortíðinni(eins og þið eruð þekktir fyrir) þá bara verði ykkur að góðu.

ps. Mér finnst FA alveg klúðrað þessu öllu eftir að þeir ákvöddu að fresta því að refsa Terry, hann ætti að fá lengra bann en 8 leiki, en ég hef fulla trú á því að þeir ákveða að gleyma þessu og segja að þetta tilheyri síðasta tímabili og eigi ekki að draga þetta inn á næsta tímabil...sem sagt, sleppa því að dæma hann, en þá finnst mér að FA ætti að biðja Liverpool og sérstaklega Suarez afsökunar á þessu banni.



Arnar Bergur Guðjónsson, 9.3.2012 kl. 13:46

9 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=PJwIXER1P7o

Rugl og þú þarft að vera Liverpool aðdáandi til að halda slíku fram. Ferdinand er með sína hendi alveg upp við síðuna og ætlar sér greinilega ekki að taka í höndina á Suarez en Suarez réttir samt fram sína hönd og meira að segja hikar þangað til hann sér að Ferdinand ætlar ekki að taka í höndina á sér. N.b. eitthvað sem að Ferdinand ákvað að gera bara af því að Suarez neitaði að taka í höndina á Evra.

Suarez viðurkenndi fyrir FA "dómstólnum" að hafa sagt við Evra þegar hann spurði "af hverju sparkaðirðu í mig?", "af því að þú ert svartur (negro)". Ég veit ekki hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að það sé ekkert athugavert við það.

Líka áhugavert sem að kom fram í skjalinu sem að FA birti samhliða dómnum að bæði Comolli yfirmaður knattspyrnumál hjá Liverpool og Dirk Kuyt breyttu framburði sínum frá því sem að þeir höfðu sagt áður (opinberlega og við fjölmiðla) eftir að Suarez breytti sínum framburði.

Maynard (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband