Sky Map

Ég keypti mér snjallsíma um daginn, Samsung Nexus S.

Kostagripur sýnist mér en verð þó að viðurkenna að ég hef voðalega lítið vit á þessum undratækjum. En nú er ég búinn að niðurhala fyrsta appinu en það er Sky Map frá google. Stórsniðugt apparat fyrir þá sem vilja vita hvað stjörnurnar á næturhimninum heita. Appið tengist GPS staðsetningarforriti símans.

Ég gúgglaði "star app" vegna þess að í pásunni á kóræfingu stóðum við úti 3 félagarnir og góndum á stjörnubjartan himininn og sáum óvenju bjarta stjörnu á vesturhimninum. Raunar voru tvær stjörnur nálægt hvorri annarri sem voru óvenju bjartar, en önnur þó sýnu bjartari.

Þessar stjörnur voru Venus og Júpiter. Mars er einnig nokkuð björt og er mjög nálægt tunglinu um þessar mundir.

Við voru ekki vissir hvaða stjörnur þetta væru og ég sagðist ætla að gúggla það og koma með svarið á næstu æfingu. Gúgglið rak mig á fjörur appsins.

Myndbandið hér að neðan kynnir fyrirbærið.


mbl.is Sólgos gæti truflað fjarskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Áhugavert, ætla að skoða þetta app. Til mikið að skemmtilegum "öppum" t.d. SpaceWX sem sýnir stöðu sólarinnar og fleiri upplýsingar um "veðurfyrirbrigði" á sólinni sjálfri, hægt að skoða segulsviðið á jörðinni, norðurljósaspá og fleira sem tengist "veðrinu" í geimnum og í kringum jörðina sjálfa.

 kkv, Samúel

Samúel Úlfur Þór, 8.3.2012 kl. 02:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Samúel

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2012 kl. 02:44

3 identicon

Já, það er gaman að þessu og skemmtilegra að góna þegar maður þekkir nöfn og staðreyndir tengdar á fyrirbrigðunum sem maður sér á næturhimninum.

En svona, til að leiðrétta smá ... þá eru Júpíter og Venus plánetur en ekki stjörnur. Skemmtilegra að hafa það rétt.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 06:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það, Bergur  Að sjálfsögðu rétt hjá þér.

Og svo þetta með staðsetningu himintunglanna.... hún er auðvitað mjög breytileg, þannig að nálægð mars við tunglið miðast við tiltekinn tíma sólarhringsins og Júpiter/Venus í austri einnig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2012 kl. 10:50

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Gunnar. Ég þarf að setja þetta í æFóninn og æPödduna.

Ágúst H Bjarnason, 11.3.2012 kl. 11:43

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er með app sem heitir Night Sky'

Ágúst H Bjarnason, 11.3.2012 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband