Ósmekklegt

Í mínum huga er alveg klárt að maður sem fremur svona voðaverknað, er andlega vanheill þó vel megi vera að hann sé sakhæfur.

Ummæli Þórs Saari, að hann sé ekki hissa á svona verknaði miðað við ástandið í þjóðfélaginu, eru ömurlega ósmekkleg og lykta af pólitísku útspili manns sem komst á þing vegna mikillar óánægju og gremju almennings, en sér nú fram á að fá ekki frekara brautargengi í umboði kjósenda.

Ég sé að Marinó G. Njálsson, e-mail vinur Lilju Mós rær, á sömu mið og Þór Saari. Þeir troða marvaðann í pólitískum ólgusjó.


mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfilega er þetta óvandaður maður. Þetta er eins ósmekklegt og hægt er að hafa það. Nota svona verknað geðfatlaðs einstaklings sér til framdráttar. Að reyna að réttlæta svona ætti að vera nóg til að hann hunskist af þingi ef hann kann að skammast sín.

Njáll (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 15:24

2 identicon

ósmekklegt,

en það leynir sér ekki að íslensk velferð og geðheilsa hefur ekki batnað í kjölfar hrunsins.

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 16:09

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þór, "Voðaverk ber að fordæma og afsakanir gerenda með vísan til aðstæðna eru heldur ekki gildar, á þeim voðaverkum bera gerendur sjálfir einir alla ábyrgð."

Hvað ertu ekki að skilja, Gunnar?

Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 00:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þór gerði út á reiði almennings þegar hann komst á þing. Hann hefði akldrei komist nálægt þingsæti nema af því hér var pólitískt öngþveiti. Nú gerir hann út á þennan sorgaratburð og vekur athygli á sér og hvers vegna hann er á þingi, en vitandi að þingmannsdögum hans fækkar óðum ef hann slær ekki um sig. Smekkleysan og lýðskrumið verður honum að falli.

-

"...að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt.

Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér"

Lýðskrumið verður ekki öllu ömurlegra

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2012 kl. 00:54

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fólk hafði, og hefur, fulla ástæðu til að vera pirrað og kjósa eitthvað annað en flokkana sem sviku það.

Þessi setning sem þú velur lýsir ástandinu eins og hann sér það. Ég get ekki kallað það ömurlegt lýðskrum. Læt þig um það.

Ömurlegt lýðskrum, í mínum augum, er að tylla sjálfum sér á stall á kostnað annars fólks. Það gerir hann ekki í þessum pistli.

Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband