Ferðafélag Íslands er að gera sömu mistök og náttúruverndarsamtök hafa ítrekað gert, en það er að rökstyðja mótmæli sín með eigin arðsemisútreikningum á fyrirhuguðum framkvæmdum.
Mér finnst rök FÍ fyllilega standa fyrir sínu, þ.e. að virkjunin vegi að hagsmunum félagsins. Það vantar hins vegar í rökin, hversu miklir hagsmunir eru þarna á ferðinni. T.d. hversu margir sækja ferðir félagsins til Hagavatns á hverju ári og munu þær ferðir leggjast alfarið af, ef af framkvæmdum verður.
FÍ segir: " Virkjunarmenn oftúlka landgræðsluávinning af virkjuninni". Í fréttinni er þetta algjörlega órökstutt, en "virkjunarmenn" (og er þá væntanlega átt við sérfræðingateymi Landsvirkjunar og rannsóknir þess) hafa bara rangt fyrir sér.
Og svo er orkuvinningur dreginn í efa, þvert ofan í áralangar rannsóknir sérfræðinga á heimsmælikvarða á því sviði.
FÍ verður að gera betur en þetta ef það ætlar ekki að koma svipuðu óorði á sig og náttúruverndarsamtökum hefur tekist svo vel á undanförnum árum.
Mótmæla virkjun við Hagavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 15.2.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Á brauðfótum. Hefur þú kynnt þér hvort FÍ var með einhver frekari rök en kom fram í fréttinni? Það komu ekki fram nein sérstök rök í fréttinni fyrir því að það ætti að virkja frekar en ekki virkja.
Hins vegar varðandi ávinning af þessari tilteknu virkjun þá í rammaáætlun um virkjanakosti er hagkvæmni sett í 6 flokka og þessi virkjun lenti þar í næst neðsta flokkum. Hagkvæmustu virkjanirnar eru þar með áætlaðan stofnkostnað á móti orkugetu sem undir 27kr / kWh á ári á meðan flokkur 5 sem Hagavatnsvirkjun fellur í er með hagkvæmni 53-66kr /kWh á ári. Það er því alveg ástæða til að draga í efa ávinninginn af þessari virkjun.
Ertu annars að vísa í einhverjar sérstakar "áralangar rannsóknir sérfræðinga á heimsmælikvarða á þessu sviði"?
eir@si, 15.2.2012 kl. 09:02
Ég segi "Í fréttinni er þetta algjörlega órökstutt".
Ég þekki vinnulag LV og vísindamenn fyrirtækisins á sviði virkjanaframkvæmda eru á heimsmælikvarða. Nefnt hefur verið að mannauðurinn sem í þeim felst, geti orðið verðmæt útflutningsgrein í framtíðinni en það gerist auðvitað ekki ef öfgasjónarmið í náttúruvernd, með stuðningi vinstriflokkanna, fær að ráða för.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.