Vantar hönnuðum vinnu?

Dettur einhverjum í hug að þeim sem eru á móti háspennumöstrum, verði sáttir ef gerðar eru fígúrur úr þeim? Ég held að annað hvort eru menn ósáttir við mannanna verksummerki í umhverfinu, eða ekki.

when_electric_poles_fight

Þessi mynd heitir "When electric poles fight". Spurning um að nota staurana einnig til að nýta vindorkuna? FootinMouth

funny_gif_electric_pols_jumping

.... eða bara að leifa þeim að vera úti að leika sér. Þeir eru ekki fyrir á meðan Joyful


mbl.is Sjónmengun ekki bara smekksatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi hugmynd með fígúratívu möstrin finnst mér vera kjánaleg og gera ekki annað en að draga athyglina að þeim.

Snú-snú möstrin er kannski bara skárri!

Emil Hannes Valgeirsson, 14.2.2012 kl. 12:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2012 kl. 13:26

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Gunnar,

Hér í Bandaríkjunum eru staurar og möstur og allskonar möstur og turnar út um allt.  Nánast allt nema olíuleiðslur er ofan jarðar innanbæjar sem utan.  Það ægir saman símalögnum, kapallögnum, rafmagnslögnum, stálmöstrum, staurum, ljósum, línum og Guð má vita hverju.  Afskaplega hvimleitt.  Það þarf að finna betri og varanlegri tækni til raforkuflutninga.  Hér er stór hluti af raforkukerfinu löngu úreltur og í slæmu ásigkomulagi.  Það hefur verið talað um að það þyrfti þúsund milljarða dollara til að gera raforkukerfið hér þannig að það standist nútímakröfur!  Margir eru orðnir leiðir á þessu staurabrasi og ef það væri hægt að koma þessu drasli niður í jörðina án þess að það skapist hætta af því annars vegar og hinsvegar að ekki tapist of mikið, þá held ég að þetta drasl hyrfi fljótlega. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.2.2012 kl. 00:46

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Arnór. En þetta er auðvitað líka tækni og peningaspursmál. Eru neytendur tilbúnir að borga meira fyrir rafmagnið? Ef svarið er "já", þá á sjálfsögðu að setja þetta í jörð ef tæknin bannar það ekki.

Reyndar hefur slík framkvæm meira umhverfisrask í för með sér á sumum svæðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband