Gamall brandari

Þessi frétt um ofurmjóan vír, minnir mig á brandara sem ég heyrði fyrir rúmlega 30 árum síðan.

Bandarísk og svissnesk vísindastofnun voru í mikilli samkeppni sín á milli og eitt sinn sendi sú bandaríska tilraunaglas í pósti til þeirrar svissnesku, með þeim skilaboðum að þeir mættu eiga það og innihald þess. Svissnesku vísindamennirnir skoðuðu tilraunaglasið og komust að því að það væri tómt og sendu símskeyti yfir hafið og spurðu hvers vegna verið væri að senda þeim tómt tilraunaglas.

Bandaríkjamennirnir svöruðu um hæl: "Skoðið glasið betur".

Svissnesku vísindamennirnir skoðuðu þá glasið með öflugustu rafeindasmásjá sem fyrirfannst í landinu og sáu þá að það hafði að geyma agnarsmáan vír, þann smæsta sem þeir höfðu nokkru sinni séð.

Að nokkrum vikum liðnum fengu Bandaríkjamennirnir glasið endursent og eftir að hafa skoðað innihald þess og séð að sami vírinn var í glasinu, sendu þeir skeyti til starfsbræðra sinna í Sviss og í því stóð: "Þið máttuð eiga vírinn!"

Svarskeyti barst um hæl: "Skoðið vírinn betur".

Bandaríkjamennirnir gerðu það og komust þá að því að búið var að bora í gegnum vírinn... eftir honum endilöngum og gera úr honum rör! 

þráðlaust


mbl.is Þróa vír sem er þynnri en mannshár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sumt er alltaf jafn gott þó það sé gamalt. (bara ef maður heyrir það ekki of oft) Eins er fuglabrandarinn góður, hef ekki séð hann áður.

En af því að ég er í smá tuð stuði þá langar mig í fyllstu kurteisi að benda þér og öðrum á að þessu "síðan" er algerlega ofaukið í fyrstu setningunni. Þett er eiginlega dönskusletta að hafa þetta þarna en því miður ert þú ekki einn um þessa "slettu"

Í fréttinni sjálfri er hinsvegar öllu alvarlegri (en jafn algeng) stærðfræðivilla. Vírinn getur aldrei verið "tíu þúsund sinnum þynnri" en mannshár því þá er hann orðinn 9.999 sinnum þynnri en ekki neitt.

Það fellur hinsvegar ekki alveg að mínum málsskilningi að tala um þunnan vír, finnst eðlilegara að tala um mjóan vír.

En nóg um það, gleðilegt ár nafni.

Landfari, 7.1.2012 kl. 11:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll, ég er alveg sammála með að "síðan" er ofaukið

Gleðilegt ár!

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2012 kl. 17:10

3 identicon

En hvenær breytist teinn í öxul?

ÞSÞ (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 20:50

4 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Skemmtilegar sögur, en hvað ertu að meina Landfari með stærðfræðivillunni? Nanótækni er einmitt á þessu kvarða, tugum þúsunda sinnum mjórri en meðal mannshár sem er ~100µm (17-180µm samkvæmt uppflettingu á vefnum). Tíu þúsund sinnum þynnri en 100µm er þá (100/10000)*10^(-6)m = 10^(-2)*10^(-6)m = 10^(-8)m = 10nm. Er ég ef til vill alveg að missa af einhverju?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 9.1.2012 kl. 11:46

5 Smámynd: Landfari

Sveinn, ef þú átt eina krónu og ég á 100 sinnum minna en þú þá skulda ég 99 kr. því 1x 100 = 100. ef ég á 100 krónum minna en þú sem átt eina þá hlýt ég að eiga 1 kr. - 100 kr. eða -99kr. Viðmiðið er það sem þú átt

Ef ég ætti hinsvegar einn hundraðasta af því þsem þú átt ætti ég 1 aur.

Þú ættir hinsvegar 100 sinnum það sem ég á eða 99 sinnum meira en ég.

Á sama hátt er 1/10.000 partur ekki sama og 10.000 partar. þar munar verulegu svo ekki sé meira sagt.

Þessi ruglingur er svo farin að hafa áhrif á prósentureikning manna. Fyrir mörgum árum las ég í blaðagrein eftir einn helsta ferðamálfrömuð okkar Íslendinga að  samdráttur í sólarlandaferðum væri um 150% að mig minnir. Það sem hann átti við að var að árið áður fóru 150% fleiri í sólarlandaferð.(greinilega ekki fyrsta "kreppan" okkar núna eða þannig sko )

Núna þegar verið er að tala um að kaupmenn hækki verð fyrir útsölurnar til að geta boðið góðan afslátt. Það væri góð kjör fyrir mig sem viðskiptavin ef ég fyndi kaupmann sem hefði hækkað sína vöru um 100% fyrir útöluna og gæfi svo 100% aflátt á útölunni. Það væri sannkallað "gjafverð" og væri mér slétt sama þó hann hefði ætlað að plata mig.

Landfari, 10.1.2012 kl. 13:42

6 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Já skil hvað þú átt við með þessu þannig að málhefðin er að vísa í kvarða etv án þess að vita það eða bara að bulla? Það er sennilega komið upp í vana hjá mér að margfalda bara upp á við, sérstaklega þegar kemur að víddum hluta því eins og þú sagðir þá gengur hitt bara ekki upp :)

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 10.1.2012 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband