Hvern er hún að blekkja?

Þeir sem segja að hugtökin vinstri/hægri í stjórnmálum séu úrelt, eru hentistefnumenn... tækifærissinnar. Lilja Kemur úr stjórnmálaflokki yst af vinstri vængnum, svona næstum því kommúnistaflokki. Safnar nú liði í nýjan flokk og segir fólkið koma úr öllum áttum.

Sumt af þessu fólki mun vakna upp við vondan draum, þegar það áttar sig að Lilja er hreinræktaður vinstrimaður.

Ég get tekið undir margt af gagnrýni hennar á ríkisstjórnina og stjórnunarhætti Steingríms J. Sigfússonar, en hún hættir ekki að vera vinstrimaður fyrir það.

Hún talar um jöfnuð og það virkar vel á fólk. En stjórnmálamenn eiga ekki að útdeila peningum, né eiga þeir að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfi. Þeir eiga að búa til aðstæður í samfélaginu, þannig að kjör fólks batni. En vinstrimönnum virðist sama um kjör fólks því aðal atriðið er jöfnuður.

Mér er sama þó einhverjir ríkir verði enn ríkari, svo framarlega sem kjör allra batna.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég get ekki kallað hana Lilju "hreinræktaðann" vinstrimann.

Það ætti fyrst að skoða úr hvaða umhverfi hún kemur.

Ég þekki til dæmis pabba hennar og mömmu, stórann hluta af föðurætt hennar og einnig hluta af móðurættinni.

Allt fólkið kemur víða við í pólitíkinni og ekki hægt að segja að einhver pólitísk "hreinræktun" hafi verið í gangi þar.

Ef ég vissi hinsvegar ekki betur þá hefði ég haldið að hún færi í hægriöflin áður en hún bauð sig fram til þings...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.1.2012 kl. 13:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sé Lilja Móses hægrimaður, þá er hún staðfestulaus eins og Steingrímsson Hermannssonar sem var vingull. 

Ég tel Lilju ekki vera vingul heldur staðfastan vinstri mann, prýdda öllum eiginleikum sem því fylgir.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.1.2012 kl. 14:15

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Held að Hrólfur ætti að þekkja hennar slekti líka verandi búsettur á Grundarfirði þaðan sem Lilja kemur. og ég er reyndar uppalinn á þeim stað líka... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.1.2012 kl. 14:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég tala um "hreinræktaðan" vinstrimann, þá meina ég ekki genatískt . Ég held að slíkt sé ekki til, sem betur fer.

Hannes Hólmsteinn er af framsóknar og alþýðuflokksfólki kominn, en hann er samt "hreinræktaður" hægrimaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2012 kl. 15:08

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er ekki Ólafur Ragnar vinstri maður samt vilja þú og fleirri hægri menn þá lilju kveðið hafa og hampa honum í hástert.

Þorvaldur Guðmundsson, 3.1.2012 kl. 22:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki fyrir vinstrimennskuna!

Annars er Ólafur pólitískt flökkudýr. Hann byrjaði í Framsóknarflokknum, færði sig svo yfir í Frjálslynda vinstrimenn og þegar þau samtök gufuðu upp, fann hann framavon hjá afturhaldskommunum í Alþýðubandalaginu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband