Misráðin gæska stjórnarandstöðunnar

Það átti aldrei að draga Geir H. Haarde fyrir landsdóm fyrir það fyrsta en til vara hefðu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar átt að sitja á sama bekk.

Ég tel þessa "gæsku" stjórnarandstöðunnar vera mistök. Vill Geir H. Haarde lifa með þann stimpil á bakinu að "vinir" hans í stjórnmálastéttinni hafi komið í veg fyrir að hann hlyti dóm að lögum, sekt eða sýknu? Hinir rætnu pólitísku andstæðingar Sjálfstæðisflokksins munu aldrei þreytast við að minna á það, ef málið gegn Geir verður fellt niður. Þá er betra að Geir falli með sæmd en að eiga yfir höfði sér ásakanir um ókomna framtíð, að "stjórnmálamafía" verndi sitt fólk.

Margir lögfróðir menn eru þess fullvissir að Geir verði sýknaður. Hættan er auðvitað hins vegar sú, að úr því farið var af stað með málið á annað borð, þá verði hinn pólitískur þrýstingur óbærilegur fyrir dómarana í málinu og því verði Geir a.m.k. sakfelldur fyrir einhver minniháttar atriði, því sýkn í öllum atriðum yrði bæði áfall fyrir vinstriflokkana og Landsdóm, en einnig áfellisdómur yfir vinnu rannsóknarnefndar Alþingis.

Geir á að bera höfuðið hátt og mæta örlögum sínum fyrir Landsdómi. Ákvörðunin um að leiða hann fyrir pólitísk réttarhöld vinstriflokkanna, verður ævarandi svartur blettur á þá flokka og þá einstaklinga sem drógu hann í sérstakan dilk, vegna þess að hann er Sjálfstæðismaður.


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband