Það væri gaman að fá að sjá, t.d. á teikningu hvað þetta þýddi fyrir ásýnd skógarins í Öskjuhlíð.
Nokkur dæmi eru um að flugvélar hafi farist í aðflugi eða flugtaki vegna trjágróðurs. Við skulum vona að Gísli Marteinn og skoðanabræður hans þurfi ekki að hafa slíkt á samviskunni.
Allir vita að Gísli Marteinn er ötull talsmaður þess að flugvöllurinn fari burt úr Vatnsmýrinni. Baráttuaðferð hans fyrir því áhugamáli hefur tekið ógeðfellda stefnu, þ.e. að stofna öryggi flugfarþega í hættu.
Fá ekki að fella tré í Öskjuhlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 15.12.2011 (breytt kl. 15:00) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 946106
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
Athugasemdir
Ég er með lausn á þessu....flytjum allt innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar....málið leyst....það gæti reyndar verið hálftímanum lengra fyrir landsbyggðarliðið að fara í kringluna og félagsmálaráðaneytið til að fá landsbyggða styrkinn sinn en það verður bara að hafa það.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:21
Þú ert veruleikafirtur Helgi Rúnar Jónsson,
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 15:34
Ah.... sé að þú ert Samfylkingarmaður... say no more
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 15:35
Ófáir fullyrða að það taki aðeins 30 mínútur að komast frá KEF á BSÍ. Þetta er kolrangt. Ég hef ekki talið allar mínar ferðið frá KEF til Reykjavíkur með Flybus eða svipuðum farartækjum, en þær eru orðnar margar í gegnum árin. Ég held að ferðin hafi aldrei tekið minna en 11/2 tíma, eða 90 mínútur. Og stundum meira ef mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu og þungfært. Ég hef oft beðið í meira en hálftíma eftir því að rútan fari af stað. Ferðatíminn á milli AEY og RKV mundi meira en tvöfaldast, þá yrði ferðin mun dýrari, lengra flug og rútan frá KEF, sem kostaði fyrir þremur mánuðum rúmlega kr. 2000.
Haukur Kristinssonhh (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 16:15
Þetta gengi af innanlandsfluginu dauðu. Akureyringar yrðu t.d. svipaðan tíma að keyra suður og hafa þá bílinn sinn við hendina í bæjarvafstrinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 16:25
Sæll Gunnar. það hafa engar flugvélar farist í trjánum í Öskjuhlíðinni, ekki einusinni í stríðinu. Perlan er miklu hærri en þessir runnar, en það hefur enginn sagt neitt um, en það má klippa pínulítið af toppnum á 6-8 trjám. Og flugvöllurinn verður áfram í bænum og allt annað er bara kosningadaðurs rugl. Það er nóg pláss fyrir allar nýbyggingar annarstaðar. Ég flaug með gamla þristinum fyrir stuttu og var ekkert fyrir vélinni þó þung sé. Og hvenær kemur 3 kapalverksmiðjar þarna fyrir austan?
Eyjólfur Jónsson, 15.12.2011 kl. 16:26
Það er ekkert skrítið að engar flugvélar hafi farist í trjánum í Öskjuhlíð á stríðsárunum. Þau voru nefnilega ekki þarna þá, og eru varla enn, en þau eru á hraðri leið uppá við. Perlan er ekki í aðflugslínu flugbrautarinnar.
-
Ég veit ekki hvenær kapalverksmiðjan kemur, vonandi sem fyrst.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 16:57
Alveg rétt hjá þér Gunnar, Perlan er 384 metrum frá aðflugslínunni, en minnsta bil eða það sem höggva þyrfti er ca.164 metrar. En svo kemur kirkjan! hún er líka í línunni þó að hún sé 1166 metrum frá fyrsta strikinu. En svona er hægt að þvæla þetta og meina ég að grisjun sé besta lausnin því völlinn vil ég hafa áfram og munum að það er ekki í mörgum höfurborgum sem hægt er að lenda svona stórum vélum bara 800 metrum frá sjúkrahúsi.
Eyjólfur Jónsson, 16.12.2011 kl. 16:41
Svo sannarlega sammála því, Eyjólfur. Þeir sem vilja flugvöllinn burt, gera sér enga grein fyrir frábærri staðsetningu vallarins og ég hef það fyrir satt að margir borgarstjórar líti með öfund til höfuðborgar Íslands, hvað það varðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 17:41
Mál þetta snýst ekki um að vondir skógræktarmenn vilji flugvöllinn burt né að þeir vilji skapa hættu fyrir öryggi flugfarþega. Málið virðist snúast um að Isavia-menn hafi fengið þá flugu í höfuðið að flugrekstri í Vatnsmýri stafi ógn af trjám í Öskjuhlíð. Af orðum talsmanns Flugmálastjórnar í Fréttablaðinu í dag virðist þessi ógn vera úr lausu lofti gripin.
„Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. “
„Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð.“
Þetta mál er sem sagt ekkert annað en ys og þys út af engu.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 17.12.2011 kl. 01:39
Annars hlýtur það að teljast ótvíræður mælikvarði á þann árangur sem skógræktarmenn hafa náð í þessu skóglausa landi: að íslensk tré skuli vera orðin svo hávaxin að Isavia telji þau ógna flugöryggi í landinu!
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 17.12.2011 kl. 02:00
Nánari frétt um málið Hér
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.